Grafarþögn um Guðmundar- og Geirfinnsmál.

Það er athyglisvert að skýrsla sú sem starfshópur sá, sem innanríkisráðherra skipaði til að verða við réttmætri kröfu almennings um einhverskonar endurskoðun og álitsgjöf á hinum svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmálum í kjölfar sviplegs andláts Sævars Ciesielski, sæti nú einhverskonar yfirstjórnvaldslegri ritskoðun hjá ráðherranum, áður en hann álítur niðurstöðuna hæfa til að koma fyrir augu þjóðarinnar. Ástæða er til að óttast að hagsmunir Hæstaréttar og annara "þjóna réttlætissins" verði hafðir í fyrirrúmi við útstrikanir helgarinnar.
Eftir lestur aðgengilegra skýrslna og málsgagna, sem nálgast má á vefsíðunni: www.mal214.com - þá blasir það við allur þessi málatilbúningur og allir þeir varðhundar og spunameistarar sem stóðu þá og standa enn vörð um órökréttar og ósannaðar niðurstöður dómsins, vekji upp spurningar um hvort ekki beri í raun að sækja þá til saka fyrir yfirhylmingar, pyntingar og dómsmorð, líkt og t.a.m. þessi handbendi herforingja stjórnarinnar í Argentínu uppskera einmitt um þessar mundir.
mbl.is Dæmdir fyrir glæpi gegn mannkyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þó Ísland teljist kannski réttarríki þá á það langt í land með að uppfylla kröfur "réttlætisríkis". Þetta mun standa okkur fyrir þrifum lengi enn, því miður.

Ómar Bjarki Smárason, 25.3.2013 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband