16.2.2013 | 12:06
Hvatning til Lilju
Ég hvet Lilju ásamt tryggri samstöðu að ganga til viðræðna við hið nýstofnaða stjórnmála afl "Lýðræðisvaktin" Þarna eru einstaklingar á ferðinni sem gera sér að því virðist grein fyrir háskalegum vélráðum sem spunnin eru um þessar mundir gegn almnningi og framtíðarhorfum íslensku þjóðarinnar. Ljóst er t.a.m. að unnið er að því hörðum höndum af stjórnar meirihlutanum að snúa út úr og afbaka greinilegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunar um stjórnarskrár málið. Aðstandendur framboðsins þarfnast stuðnings valinkunnra Íslendinga á borð við Lilju og margra annara af hennar "kaliber" eins og "hrópandinn" Eiríkur Stefánsson fyrrverandi verkalýðsforingi hefur orðað ákall sitt svo réttilega á útvarpsstöð þjóðarinnar, Útvarpi Sögu í pistlum á undanförnum vikum.
Hætta á að greiðsluviljinn hverfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek heilshugar undir þessa hvatningu til Lilju, ég vil endilega sjá hana áfram á þingi ásamt öllum þeim sem eru tilbúnir til að vinna þjóðarhagsmunum vel og heiðarlega. Fólkið í landinu á það skilið að tekið sé til hendinni og reynt að koma á meiri jöfnuði.
Það fólk sem velst á þing þarf að byrja á að taka til hendinni.
Sandy, 16.2.2013 kl. 12:51
Lýðræðisvaktin? Ertu að meina flokkinn hans Þorvaldar Gylfasonar sem ætlar ekki að afnema verðtryggingu og ekki að gera neinar breytingar á fjármálakerfinu?
Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2013 kl. 21:36
Það má vera að Þorvaldur og félagar hans í þessu nýja framboði hafi mismunandi skoðanir á t.a.m. Evrópusambands aðild og verðtryggingunni, en það sem virðist vera í fyrirrúmi er jöfnuður og réttlæti, en það er einmitt það sem á vantar a.m.s.k.hjá rotnum fjórflokknum og stuðnings hópum þeirra. Þarna virðist mér einfaldlega vera um að ræða hóp vammlausra Íslandsvina sem fengið hafa sig fullsadda af landlægri spillingu og sérhagsmunapoti
Jónatan Karlsson, 17.2.2013 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.