10.2.2013 | 11:00
Gulltryggð valdaklíka og fátækt hugsjónafólk
Þessi lesning er all svakaleg. Þarna lýsir skurðhjúkrunarfræðingurinn einni nótt á landspítalanum, þar sem fjórum mannslífum er bjargað með samstilltu og fórnfúsu átaki sérfræðinga á heimsmælikvarða. Þessi grein skurðhjúkrunarfræðingsins er tímabær upprifjun á nokkur atriði okkur öllum skyld.
Okkur flestum er það ljóst að íslenskir læknar sækja sérfræðiþekkingu sína út fyrir landsteinana og hafa "alltaf" gert. Þessir sérfræðingar hafa í mörgum og jafnvel flestum tilfellum snúið til baka til lakari kjara og aðstæðna eingöngu af einhverskonar "óskiljanlegum" hugsjóna ástæðum. Síðustu áratugina hafa að auki sífellt fleirri heilbrigðisstéttir, líkt og greinarhöfundar, auk annara sérhæfðra hópa verið í síauknum mæli eftirsótt í vel metin og launuð störf erlendis.
Hin hliðin á peningnum er óþolandi óréttlætið og ójöfnuðurinn í þessu sama þjóðfélagi, sem endurspeglast svo ljóslega í núverandi ástandi á Landspítalanum, eftir að Heilbrigðisráðherrann veitti forstjóranum höfðinglega kauphækkun, eins og frægt er orðið og gekk þar með endanlega fram af þolinmæði og fórnfýsi starfsfólksins.
Einn af fyrstu þingmönnum hins nýja lýðveldis fyrir mannsaldri síðan lét hafa eftir sér, að nauðsynlegt væri að þingmenn mættu ekki hafa hærri laun en tvöfalt á við verkamann. Rökin voru þau að ella væri hætta fyrir hendi á að stjórnmálamaðurinn missti jarðtenginguna og sambandið við umbjóðandann. Þessi hugsjónamaður var að mig minnir Héðinn Valdimarsson og reyndist hann vera sannspár, því að líkt og heilbrigðisráðherrann, þá er gulltryggð valdaklíkan á hraðferð með að setja hér allt í kalda kol og virðist einungis hugsa um að bjarga eigin skinni, þó það kosti hreinlega sölu fósturjarðarinnar og svik við allar hugsjónirnar, eins og við blasir hvert sem litið er
Okkur flestum er það ljóst að íslenskir læknar sækja sérfræðiþekkingu sína út fyrir landsteinana og hafa "alltaf" gert. Þessir sérfræðingar hafa í mörgum og jafnvel flestum tilfellum snúið til baka til lakari kjara og aðstæðna eingöngu af einhverskonar "óskiljanlegum" hugsjóna ástæðum. Síðustu áratugina hafa að auki sífellt fleirri heilbrigðisstéttir, líkt og greinarhöfundar, auk annara sérhæfðra hópa verið í síauknum mæli eftirsótt í vel metin og launuð störf erlendis.
Hin hliðin á peningnum er óþolandi óréttlætið og ójöfnuðurinn í þessu sama þjóðfélagi, sem endurspeglast svo ljóslega í núverandi ástandi á Landspítalanum, eftir að Heilbrigðisráðherrann veitti forstjóranum höfðinglega kauphækkun, eins og frægt er orðið og gekk þar með endanlega fram af þolinmæði og fórnfýsi starfsfólksins.
Einn af fyrstu þingmönnum hins nýja lýðveldis fyrir mannsaldri síðan lét hafa eftir sér, að nauðsynlegt væri að þingmenn mættu ekki hafa hærri laun en tvöfalt á við verkamann. Rökin voru þau að ella væri hætta fyrir hendi á að stjórnmálamaðurinn missti jarðtenginguna og sambandið við umbjóðandann. Þessi hugsjónamaður var að mig minnir Héðinn Valdimarsson og reyndist hann vera sannspár, því að líkt og heilbrigðisráðherrann, þá er gulltryggð valdaklíkan á hraðferð með að setja hér allt í kalda kol og virðist einungis hugsa um að bjarga eigin skinni, þó það kosti hreinlega sölu fósturjarðarinnar og svik við allar hugsjónirnar, eins og við blasir hvert sem litið er
Fjórum mannslífum var bjargað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.