5.2.2013 | 14:41
Réttlæti?
Rannsaka þarf þennan glæp og birta opinberlega nöfn óþokkanna sem heimiluðu þessa flutninga í nafni þjóðarinnar og leyfa þeim síðan að mæta örlögum sínum upp á eigin spýtur, líkt og hlekkjaðir fangarnir í flugvélum CIA máttu þola.
Ísland heimilaði fangaflug CIA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú mátt ekki gleyma 9/11 sem er orsökin fyrir þessu öllu saman. Þessar vélar lentu út um alla Evrópu og pikkuðu upp grunaða hryðjuverkamenn og flugu með þá til Egyptalands. Þeir mættu þessvegna vera að enn í dag, því þessir geðsjúklingar eru lífshættulegir öllum allsstaðar. Það er ekkert land undanþegið!
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 16:46
Órukstuddar dylgjur einhverra sem vilja vekja athygli á sér
fullyrt að þar sem flugvél á leigu frá ákveðnu verktakafyrirtæki hafi lent hér
þá hafi íslendingar tekið þátt í fangaflutningum
Grímur (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 17:28
Pyntingar og misþyrmingar á föngum eru jafn fyrirlitlegar, sama hver á í hlut. Genfar sáttmálinn gildir auðvitað í báðar áttir, því vondu karlarnir eru jú alltaf í hinu liðinu.
Jónatan Karlsson, 5.2.2013 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.