Hver er raunverulega sekur?

Það er einkennilegt að sjá myndina af þessum eftirlýsta ofbeldismanni. Myndin af þessum strák, eða unga manni, fær mann óneitanlega til að velta vöngum yfir ágæti stöðu "jafnréttismála" á vesturlöndum og kannski sérstaklega hér á Íslandi, (því að við erum alltaf í fararbroddi, sérstaklega í svoleiðis "framförum") Ég er t.a.m. á svona u.þ.b. rúmlega miðjum aldri og ég er einn af mörgum, leyfi ég mér að fullyrða, sem finnst að þessi "feminisku" sjónarmið, sem skilningsríkir, "mjúkir karlmenn" 68 kynslóðarinnar studdu, hafa greinilega misheppnast. Það getur vel verið að í dag, þurfi leikskólakennari 5 ára háskólanám til að annast börn á aldrinum 0 - 5 ára, en í þjóðfélagi , þar sem t.d. lögreglumenn (og konur) eru útskrifuð á einu ári úr einhverskonar "lögregluskóla" (með allri þeirri ábyrgð sem því starfi fylgir) er eitthvert óþyrmilegt ójafnvægi. Mér liggur við að segja að nú til dags eigi annað hvert barn, eða unglingur í þessu "fyrirmyndar þjóðfélagi" við einhver geðræn og/eða lyfjaskyld vandamál að etja.
Því miður get ég haldið áfram, þegar kemur að grunn- og framhaldsskólum. Hér taka Íslendingar þátt í einhverskonar "alþjóðlegum" samanburði á námsgetu- eða kunnáttu námsmanna okkar, og þar er skemmst frá að segja að árangur íslensku nemendana er ömulegur og t.a.m. langt undir flestum þróunarlöndum, þrátt fyrir háskólanám íslenskra kennara.
Þetta er erfitt að útskýra, en tökum sem dæmi ákveðna fuglategund, sem hefur fylgt þeirri hefð, að móðirinn liggur á og annast eggin og ungana, meðan faðirinn sækir fæðu, en síðan breytast aðstæður skyndilega og fæðuöflun léttist ( Hvalreki eða veðurfarslegar breytingar) og þar af leiðandi að mæðurnar vilji í kjölfar breyttra og betri aðstæðna skyndilega hætta að liggja á eggjum og annast unga, að það gæti haft hörmulegar afleiðingar og útdauða þessarar fuglategundar.Vonandi getur mannskepnan tórað í svona 2 - 3 kynslóðir, án þess að útrýma sjálfri sér, en þá vonandi á hún smá "chance"

mbl.is Ekki vitað hvernig Matthías slapp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig að þetta er því að kenna að konur fóru út á vinnumarkaðinn.....er það ekki full mikil einföldun ?

Sigurbjörg Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband