Persónuvernd - fyrir hvern?

Hér er enn eitt dæmi um hvernig yfirvöld afbaka eða misskilja hvað felst í hugtakinu "persónuvernd" Hér er t.d. um að ræða refsifanga á flótta og til alls vísann, eða hvað veit maður. Dæmigert er það líka þegar hættulegustu glæpamenn þjóðarinnar og t.a.m. barnaníðingar eru færðir milli dómstiga, þá hylja þeir með dyggri aðstoð löggæslunar andlitin. Annað hljóð kemur í strokkinn, þegar um er að ræða svokallaðar "búrkur" múslímakvenna. Þá stangast það skyndilega á við landslög og almennt velsæmi að hylja andlit sín á almannafæri!
Persónulega finnst mér það líka óviðeigandi, þegar lögreglumenn hylja andlit sín og auðkennis númer í löggæslustörfum, sér í lagi þegar þau beinast gegn óvopnuðum borgurum í löglegum mótmælum.
mbl.is Lögregla leitar strokufanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í bókinni  -  Ísland í aldanna rás 2001 - 2010

eru margar myndir af þeim sem hlotið hafa dóm fyrir nauðgun en nær engar af  morðingjum

Grímur (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband