Íslensk fegurð

Það er sannarlega ánægjulegt þegar Íslendingar gera garðinn frægan á erlendri grundu, fyrir eitthvað jákvætt og fallegt, sem kvenlegur þokki og fegurð óumdeilanlega telst vera. Frami og kynning íslenskra fegurðardísa geta komið sér vel fyrir þjóðarbúskapinn á þessum síðustu og verstu tímum, í kjölfar hrapalegrar útrásar íslensku víkingana, eins og frægt er orðið og getur því átt þátt í að laða stór aukinn fjölda áhugasamra ferðamanna hingað. Skemmst er að minnast þeirra Ásdísar Ránar og Unnar Birnu, sem borið hafa hróður Íslands víða.
mbl.is Í nektarmyndatöku fyrir Playboy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, eftir að íslensku drengirnir hafa gert sig að fíflum út um víða veröld, þá er gott að sjá að íslenski kvennkroppurinn er kominn til bjargar.

J.

Jonsi (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 14:51

2 identicon

Ekki gef ég mikið fyrir sk. fegurð íslenzkra kvenna. Ein ástæðan fyrir því að Unnur Birna vann ungfrúheimskeppnina var að hún er sérstaklega óíslenzkuleg í útliti.

Pétur (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband