8.12.2012 | 11:25
Íslensk fegurð
Það er sannarlega ánægjulegt þegar Íslendingar gera garðinn frægan á erlendri grundu, fyrir eitthvað jákvætt og fallegt, sem kvenlegur þokki og fegurð óumdeilanlega telst vera. Frami og kynning íslenskra fegurðardísa geta komið sér vel fyrir þjóðarbúskapinn á þessum síðustu og verstu tímum, í kjölfar hrapalegrar útrásar íslensku víkingana, eins og frægt er orðið og getur því átt þátt í að laða stór aukinn fjölda áhugasamra ferðamanna hingað. Skemmst er að minnast þeirra Ásdísar Ránar og Unnar Birnu, sem borið hafa hróður Íslands víða.
Í nektarmyndatöku fyrir Playboy | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, eftir að íslensku drengirnir hafa gert sig að fíflum út um víða veröld, þá er gott að sjá að íslenski kvennkroppurinn er kominn til bjargar.
J.
Jonsi (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 14:51
Ekki gef ég mikið fyrir sk. fegurð íslenzkra kvenna. Ein ástæðan fyrir því að Unnur Birna vann ungfrúheimskeppnina var að hún er sérstaklega óíslenzkuleg í útliti.
Pétur (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.