Bilun?

Væri ekki eðlilegt að Össur léti fé rakna til íslenskra ellilífeyrisþega og endurnýjunar á úr sér gengnum tækjum og tólum heilbrigðisþjónustunar, svo eitthvað sé nefnt, ef hann á annað borð er aflögufær. Þessi forgangsröðun er undarleg og hlýtur að flokkast undir einhverskonar andlega röskun eða sjúklegt dómgreindarleysi ráðherrans.
mbl.is Styðja baráttuna gegn mansali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Það er endalaust hægt að tuða yfir því að krónurnar fari ekki í eitthvað hér innanlands en við sem moldrík þjóð á alþjóðamælikvarða eigum að hætta að væla.  Ástandið hér er mjög gott miðað við hvernig flestar aðrar þjóðir hafa það en samt leggjum við miklu minna til þróunaraðstoðar heldur en flestar aðrar Evrópuþjóðir miðað við höfðatölu.  Í hvert einasta skipti sem það fer króna hér í þessi mál þá spretta upp einhverjir vælukjóar sem tuða yfir því að við tökum þátt í því að bæta heiminn aðeins og séum ekki alveg upptekin af eigin rassgati.

Óskar, 5.11.2012 kl. 13:26

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Svona, svona Óskar. Það er nú enginn ástæða til að brotna saman þó ég vekji athygli á bágbornu ástandi margra hér heima fyrir og ættir þú nú bara að þurrka tárin og gleðjast yfir því að þú tilheyrir ekki þeim hóp aumingja sem er svo upptekinn af eigin eymd og volæði, að þau gætu jafnvel gleymt fagurri hugsjón alþjóðlegrar þróunaraðstoðar og tekið eigið rassgat fram fyrir mannsal og aðbúnað geðfatlaðra í Hvíta Rússlandi. Að auki má ég til að vekja athygli þína á þeirri staðreynd að Hvíta Rússland á það sameiginlegt með Íslandi, að vera í Evrópu.

Jónatan Karlsson, 5.11.2012 kl. 17:33

3 Smámynd: Óskar

Mér sýnist þú nú þvert á móti niðurbrotinn yfir "eymdinni" hér sem er nú fæstum sýnileg.  Kanski hefur þú aldrei getað skrapað saman í flugmiða út fyrir klakann, allavega ekki út fyrir hin vel settu ríki Vestur Evrópu. Ég er svo heppinn að hafa farið víða og séð margt, vitur er sá sem víða ratar skiluru,  og langt síðan ég áttaði mig á því að Ísland er það vel sett að það er hreinlega skilda okkar að taka þátt í að gera heiminn aðeins betri en hann er.  Ég sé allavega ekki eftir einhverju af mínum skattgreiðslum í að fæða sannarlega hungraða munna eða losa stúlkur úr klóm vændishringja.   En því miður eru margir smáborgarar og aðrir sem minna mega sín andlega sem hugsa á þínum nótum.

Óskar, 6.11.2012 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband