Björt framtíð?

Nú er vonandi að hrakspár mínar, eftir klúðrið í London um framtíðarhorfur íslenska karla landsliðsins í hóp íþróttinni handbolta, eigi ekki við rök að styðjast. Nú er Óli Stef. allur og eftir fjögur ár verða t.a.m. Alexander, Guðjón og nokkrir aðrir Silfur töframannanna líklega horfnir. Það er einsdæmi að smáþjóð á borð við Ísland nái þessum árangri og því miður ólíklegt að hægt sé að endurtaka leikinn. Auðvitað verðum við þó að styðja strákana í boltanum, þó við hættum að dreyma um óraunhæf úrslit.
mbl.is Aron og Hreiðar verða í markinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Liðið leit mjög vel út í dag þrátt fyrir stuttan tíma með nýjum þjálfara. Gott að sjá hvað breidd liðsins var vel nýtt og ekki bara keyrt á nokkrum mönnum. Ekki frá því að liðið hafi verið meira létt leikandi en áður og ekki eins háð einum manni, með fullri virðingu fyrir Ólafi Stef. Hefði Aron Pálmarsson komist í gang í fyrri hálfleik er líklegt að sigurinn hefði orðið mun stærri. Og Alex hvíldi að mestu í síðari hálfleik. Þannig að við eigum mikið inni þegar Arnór og Björgvin koma til baka....

Ómar Bjarki Smárason, 4.11.2012 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband