Um prófkjör sjálfstæðismanna.

Það eru þó nokkur vonbrigði og illskiljanlegt að Jón Magnússon velji að sitja hjá í komandi prófkjörum einmitt nú, þegar meiri hluti sannra Sjálfstæðismanna lítur út fyrir að ætla að kjósa "eitthvað annað" í næstu kosningum, ef marka má skoðunakannanir. Áberandi þögn fjölmiðla og þar með talið Morgunblaðsins á hugrekki Ragnars Önundarsonar fyrir að dirfast að vega að einveldi flokksforystunar er í senn ógnvekjandi og dapurleg, en hún undirstrikar þó einmitt vandamálið sem festir í sessi alla þá stimpluðu og að margra mati óhæfu stjórnmálamenn sem heiðarlegir kjósendur geta ómögulega veitt stuðning í komandi kosningum, þó þeir veittu Ragnari brautargengi. Ég álít að í raun og veru, að fyrr nefndir kappar hafi ekki fjarlægst Sjálfstæðisflokkinn, heldur sé þröng hagsmuna klíka á hraðferð með flokkinn úr alfaraleið og giftusamlegra fyrir alla að þeir leiti frægðar og frama á öðrum og gjöfulli miðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það veldur mörgum hinum almennu kjósendum Sjálfstæðisflokksins að Bjarni Ben sé Formaður Flokksins vonbrigðum.Bjarni Ben er ekki neinn Pólitíkus og mikill tækifærissinni..

Vilhjálmur Stefánsson, 4.11.2012 kl. 00:51

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Vilhjálmur.

Í þessu fulltrúa lýðræði sem við búum við, þá getur maður maður hæglega dæmt alþingismennina af verkum þeirra. Ég gæti til að mynda aldrei kosið neinn þeirra, sem kusu að láta íslenska skattgreiðendur greiða ólögvarinn Icesave reikninginn. Ég hef heldur ekki geð í mér að kjósa þá þingmenn sem nýlega veittu sjálfum sér aukin hlunnindi í formi ókeypis sjón og heyrnar tækja, auk tannviðgerða o. fl. Nú þetta fólk lýgur sig að því virðist inn á Alþingi, en situr þar í makindum og hlúir að eigin ríkis verðtryggða lífeyri og missir allan áhuga á að hreyfa við verðtryggingunni, því nú er þetta sama fólk skyndilega komið hinumegin við borðið og berst því fyrir að halda "ránsfengnum" óskertum.

Þar fyrir utan, þá lít ég sömu augum á kúlulánsþega og mútu- eða svonefnda styrkþega, líkt og aðra hvítflibba glæpamenn sem ættu best heima í gapastokki fyrir framan Stjórnarráðið. Þú sérð því Vilhjálmur, að það er fátt um fína drætti í þessum forarpytti og valið erfitt.

Jónatan Karlsson, 4.11.2012 kl. 11:08

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er spurning hvort það er "vonarneisti" í Dögun? Alla vega er margt skynsamlegt sem Lýður Árnason talar fyrir. Annars virðist pólitíkin snúast mest um að verja sérhagsmuni LÍÚ og annarra sem hafa haft aðstöðu til að draga að sér annarra fé. Dæmi Lýðs og samlíking útgerðarinnar við "hústökufólk" var einkar góð.

Það væri gaman að fá lista yfir þá sem sitja á Alþingi í boði útgerðarfyrirtækja og annarra stórra hagsmunaaðila. Því án styrja frá fjársterkum aðilum virðist vera erfitt að ná frama í pólitík hér á landi sem annars staðar. Það verður því, því miður, alltaf vitlaust gefið þangað til kjósendur taka á sig rögg og hætta að horfa á pólitík sem trúarbrögð.

Kíkti í fyrsta skipti á ÍNN í morgun þar sem Geir H. Haarde var að ræða við Bjarna Ben. Hélt út í 5 mínútur. Sá ekki mikinn mun á þessu og halelúja samkomum hjá trúarofstækishópi....!

Ómar Bjarki Smárason, 4.11.2012 kl. 23:16

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ómar.

Ég er þér sammála hvað ágæti Lýðs snertir, en álít að það séu að öðru leyti of margar ígerðir í búk Dögunar til að hún sé nothæf.

Helst hugnast mér nú að Guðmundur Franklín gæti hliðrað til og fengið til liðs við sig sín breiðan hóp föðurlandsvina á borð við Lýð, Ragnar Önundarson, Vilhjálm Birgisson, Andreu frá Hagsmunasamtökunum, Ólaf Ísleifsson, Ólaf Arnarson og nokkra fleiri af þeim toga

Jónatan Karlsson, 5.11.2012 kl. 09:03

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þessi framboð þurfa að sameinast með einhverjum hætti til að ná árangri. Það er nokkuð víst. Og við þurfum þingmenn "sem þora" en eru ekki bara á þingi til að samþykkja eða hafna því sem forysta ákveður! Og svo þurfa flokkarnir auðvitað að hafa leiðtoga sem eru ekki bara "strengjabrúður hagsmunasamtaka". Vonandi verður Hanna Bina ekki þannig formaður

Ómar Bjarki Smárason, 5.11.2012 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband