23.9.2012 | 20:48
Fallinn "hetja"
Árið 1987 var ég viðstaddur heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar "Dauðinn á skriðbeltum" í kvikmyndahúsinu "Imperial" í Kaupmannahöfn. Ég verð að viðurkenna að kvikmyndin olli mér nokkrum vonbrigðum, en aftur á móti varð ég þess heiðurs aðsnjótandi að heilsa höfundinum í hléinu, auk þess sem ég uppskar eiginhandar áritun þessa æsilega höfundar stríðsbókmenntana. Ég minnist þess að mér þótti þessi smávaxni eldri maður virka frekar einmana og afskiptur þarna í mannþrönginni. Ég veit ekki hvort þessum víðfræga metsöluhöfundi dreymdi þarna um einhverskonar uppreisn æru, en að því sem ég best veit átti hann ekki afturkvæmt til þessa langrækna föðurlands eftir þessa frumsýningu, né heldur eru bækur hans enn í boði á dönskum bókasöfnum né almennum verslunum.
Því hefur löngum verið haldið fram að hlutverk Sven Hazel í þýsku stríðsvélinni hafi verið hjá HIPO (hilfspolitzei), fremur en hugdjarfur skriðdrekaliði á austur vígstöðvunum, en óumdeilanlega var samvinna heimamanna við þýska hernámsliðið náinn og kær uns stríðslán þjóðverja snerist til hins verra veturinn örlagaríka 42-43. Þúsundir ungra Dana voru hvattir af konungi og ríkisstjórn til að skrá sig dönsku herdeildina "Waffen SS Division Wiking" í baráttunni gegn bolsévismanum og aðrir tugir þúsunda ungra Dana störfuðu fyrir Nasista bæði í Danmörku og Þýskalandi. Að stríði loknu var þessu fólki sem átti afturkvæmt úr hildarleiknum ýmist útskúfað eða sent í fangabúðir bandamanna í þýskalandi, fyrirlitið og hatað og álít ég að hinn látni hafi einfaldlega verið einn úr þeim stóra hópi.
Því hefur löngum verið haldið fram að hlutverk Sven Hazel í þýsku stríðsvélinni hafi verið hjá HIPO (hilfspolitzei), fremur en hugdjarfur skriðdrekaliði á austur vígstöðvunum, en óumdeilanlega var samvinna heimamanna við þýska hernámsliðið náinn og kær uns stríðslán þjóðverja snerist til hins verra veturinn örlagaríka 42-43. Þúsundir ungra Dana voru hvattir af konungi og ríkisstjórn til að skrá sig dönsku herdeildina "Waffen SS Division Wiking" í baráttunni gegn bolsévismanum og aðrir tugir þúsunda ungra Dana störfuðu fyrir Nasista bæði í Danmörku og Þýskalandi. Að stríði loknu var þessu fólki sem átti afturkvæmt úr hildarleiknum ýmist útskúfað eða sent í fangabúðir bandamanna í þýskalandi, fyrirlitið og hatað og álít ég að hinn látni hafi einfaldlega verið einn úr þeim stóra hópi.
Sven Hazel er látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.