18.9.2012 | 22:16
Hingað og ekki lengra.
Hvað þarf til að ráðherra axli ábyrgð á gerræðislegri ákvörðun sinni og segi af sér? Það er augljóst að þolinmæði og þrek starfsfólks er á þrotum og það lætur ekki bjóða sér svona hátterni lengur. Er þessi alræðis yfirstétt steinblind, eða hvað?
Álagið eiginlega ómannlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já hún er steinblind, þangað til við rísum upp og látum í okkur heyra svo tekið verður eftir. Þangað til gerist ekkert, NÁKVÆMLEGA EKKERT.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2012 kl. 23:09
Já, hún er steinblind, tek undir með ykkur báðum með það.
En vandinn er ekki bara það, heldur það að starfsólk LSH bugtar sig og beygir fyrir þeim og dekrar. Það þarf að HÆTTA því. Þeir fáu útvöldu sem allt fá og hér búa, taka við því sem þeim er boðið , svo þau þurfa að hætta að bjóða þeim styttri biðtíma og einkastofur. Og láta ekki undan ef þau minna á,, hver þau séu" ;)))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.9.2012 kl. 23:42
Sælar ágætu dömur.
Hvað er til ráða? Stjórnarandstaðan er áhugalaus og handónýt og þessi nýju framboð augljósar hækjur stjórnvalda. Eina framboðið sem reyndar sker sig frá vesældinni er að því virðist Hægri grænir. Hvað segið þið um það? Er ekki sagt að svo lengi sem það sé líf, þá sé von?
Jónatan Karlsson, 19.9.2012 kl. 10:46
Við eigum eftir að sjá áherslurnar sem nýju framboðin ætla með í kosningar, annars er ég sammála að Hægri grænir eru með ákveðnar áherslur sem fólk er farið að hlusta eftir. Þeir eru samt frekar róttækir fyrir mig í ýmsum málum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2012 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.