Landvinningar

Í dag er þess minnst að þennan dag árið 1931 hófst innrás og margra ára ógnar hernám Japana í Kína með innrás í Mansjúríu. Þessu hernámi lauk með uppgjöf Japana í lok síðari heimstyrjaldarinnar 1945. Persónulega, þá hef ég furðað mig á hve fljótt Kínverjar virtust fyrirgefa Japönum ódæðisverk hernámsins, en það kann að vera einhverskonar vorkunsemi vegna ósigurs og uppgjafar þeirra í kjölfar Hirosima og Nagasaki, sem allir þekkja. Eftir þær tímamóta sprengingar hefur öll heimsbyggðin og þó mest Japanir sjálfir litið á sig sem helstu fórnarlömb styrjaldarinnar. Ég hef t.a.m. ekki neinar heimildir fyrir að Japanir hafi greitt Kínverjum nokkrar skaðabætur eftir hernámið og það sem meira er, þá báðu þeir aldrei Kínverja fyrirgefningar á framferði sínu auk þess sem mörgum af helstu stríðsglæpamönnum þeirra hefur verið hampað og hylltir til æðstu metorða. Japanskar kennslubækur þykja aukin heldur gefa allt aðra og mynd af landvinningastefnu Japana, heldur en raun bar vitni, m.ö.o. hrein sögufölsun.
Hvað þessar eyjar snertir, þá liggja þær í Kínahafi norður af Taívan sem tilheyrði óumdeilanlega Kína um aldir, eða unns Chiang Kai-shek flúði þangað (undir verndarvæng Bandaríkjamanna) 1949. Í sögulegum kínverskum heimildum er þeirra t.d. getið 1403 og 1534. Japanir slógu eign sinni á eyjarnar 1895 og ráku verstöð þar í byrjun landvinninga stefnu þeirra, en yfirgáfu þær endanlega árið 1940. Frá árinu 1945 voru eyjarnar undir yfirráðum Bandaríkjamanna en 1972 afhentu þeir Japönum eyjarnar, þrátt fyrir að bæði Kínverjar og Taíwan gerðu tilkall til þeirra og verður sú ákvörðun að kallast órökrétt ráðstöfun út frá landfræðilegri og sögulegri stöðu eyjaklasans, sem óumdeilanlega liggur óralangt frá Japan.
Japanir ættu að varast að sýna nágrönum sínum annað en kurteisi og ljúfmennsku, því annars eiga þeir á hættu að hætt verði að breiða yfir og fyrirgefa þeim verk þeirra og hrollvekjandi sannleikurinn dreginn fram í dagsljósið engum til góðs og síst af öllu ungum afkomendum lands hinnar rísandi sólar.
Hér fylgir vefsíða til upprifjunar og fróðleiks um hluta sögunar:

http://www.nanking-massacre.com/


mbl.is Segja Kínverja ekki eiga neitt tilkall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband