16.9.2012 | 14:39
Ágjarnir og gráðugir (rétt eins og makríllinn)
Norðmenn eru ríkasta þjóð í heimi. Eigi að síður eru þeir á fullri ferð að skjóta bæði Skotum og Gyðingum ref fyrir rass hvað gengdarlausa nísku og græðgi snertir. Ítrekað hafa þeir sýnt Íslendingum hörku og óbilgirni þegar þeir hafa beitt afli í krafti stærðar sinnar. Góð lýsing á norsku þjóðarsálinni er að sjá fyrir sér efnaðan norðmann dúðaðan ofan í rúm í daunillum óupphituðum kofa eða "hytte" með ískallt nef og tær, en sælusvip, teljandi krónurnar í huganum sem hann sparar sér í upphitunarkostnað. Það er líka þekkt gátan um hvað Norðmaðurinn sé að gera á fjórum fótum í lok samkvæmis, en svarið er ekki vegna ofdrykkju, heldur er hann að safna saman dósum og flöskum til að taka með sér heim. Að lokum verð ég að segja hvað mér finnst vera dæmigerður og þó nokkuð lýsandi munur á þessum frændþjóðum. Það er að bera saman nöfnin á tveim þjóðlegum fyrirbærum sem fest hafa við alþjóðleg sambærileg fyrirbæri, en þar er ég auðvitað að hugsa um Geysi og Quisling.
Erum að íhuga refsiaðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.