10.9.2012 | 19:14
Umskiptingar í Dögun
Þingmenn skipta um stöður! er fyrirsögn þessar fréttar af innbyrðis hrókeringum Hreifingarinnar. Væri ekki eðlilegra að skrifa grein um Hreifinguna sem gæti t.d. heitið: Þingflokkur skiptir um stefnu? Hrollkaldur raunveruleiki verka þessa afsprengis svokallaðrar "Búsáhalda byltingar" felst helst í að hafa verið sú hækja sem studdi ríkisstjórn þeirra Jóhönnu og Steingríms í svikum og óheilyndum sínum gagnvart þjóðinni. Íslensk alþýða getur með sanni sagt, að með svona vini sem fulltrúa sína á Alþingi, þá þarfnist hún ekki óvina. Það er þó óneitanlega fremur dapurleg tilhugsun að ágætar hugsjónir Frjálslynda flokksins endi daga sína í þvílíkum ófögnuði
Þingmenn skipta um stöður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.