Bćrinn okkar, Akureyri

Rétt fyrir klukkan níu í morgunn kveikti ég venju samkvćmt á útvarpinu og heyrđi ţá mér til undrunar og gleđi glćsilegan mars, sem Karl fađir minn samdi, útsetti og gaf út á lítilli 45 snúninga plötu fyrir réttum ţrjátíu árum sem einhverskonar hyllingu til Akureyrar, en ţá bjó hann ţar í annađ sinn á ćvinni, en hann hafđi líka búiđ í Krossanesi sem unglingur. Textinn viđ ţennan ađ mínu mati, glćsilega mars var saminn af Einari frá Hermundarfelli og sunginn af Karlskór Akureyrar undir stjórn Guđmundar Jóhannssonar. Undirleik annađist lítill en harđsnúinn hópur tónlistarmanna undir stjórn pabba sem auđvitađ var ţar líka međ harmonikuna, en ţar voru á trompet ţeir Atli Guđlaugsson og Eiríkur Rósberg, fiđlur skipuđu Gréta Baldursdóttir, Ólöf Jónsdóttir og Paula Parker sem einnig lék á pianó, Hanna Margrét Sverrisdóttir lék á lágfiđlu. Gunnar H. Jónsson lék á Gítar, bassa og C-saxafón og Hannes Arason lék á Eb túbu. Roar Kvam lék á Baritón horn og Ţorsteinn Kjartansson lék á Bb saxafón ađ lokum var ţađ Sigvaldi Ţorgilsson sem sá um áslátt og hafđi ég heiđurinn af ađ sjá um trommuleikinn.
Bćrinn okkar Akureyri, auk Bóndavalsins var hljóđritađ í Stúdíó Bimbó á Akureyri voriđ 1982.
Upprunalega tveggja laga platan skartađi mynd af Akureyri á framhliđ. Tuttugu árum síđar endurútgáfum viđ feđgar ţessi tvö ágćtu lög á safndisk pabba, "Lillý"
Ţađ er skemmst frá ađ segja ađ ţessi spilun í morgun í RÚV er eina skiptiđ sem ég hef heyrt marsinn fluttann í útvarpi, auđvitađ međ bjagađri og rangri kynningu, ađ hćtti hússins og eftir sem áđur ţá heldur Akureyrarbćr međ vaskri ađkomu stjóra og nefnda í tilefni 150 hátíđahaldanna uppteknum hćtti og sniđgengur og vanţakkar međ öllu ţetta framlag Karls Jónatanssonar til ţessa "baunabćjar"
mbl.is Einungis karlar rituđu afmćlisritiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband