Bærinn okkar, Akureyri

Rétt fyrir klukkan níu í morgunn kveikti ég venju samkvæmt á útvarpinu og heyrði þá mér til undrunar og gleði glæsilegan mars, sem Karl faðir minn samdi, útsetti og gaf út á lítilli 45 snúninga plötu fyrir réttum þrjátíu árum sem einhverskonar hyllingu til Akureyrar, en þá bjó hann þar í annað sinn á ævinni, en hann hafði líka búið í Krossanesi sem unglingur. Textinn við þennan að mínu mati, glæsilega mars var saminn af Einari frá Hermundarfelli og sunginn af Karlskór Akureyrar undir stjórn Guðmundar Jóhannssonar. Undirleik annaðist lítill en harðsnúinn hópur tónlistarmanna undir stjórn pabba sem auðvitað var þar líka með harmonikuna, en þar voru á trompet þeir Atli Guðlaugsson og Eiríkur Rósberg, fiðlur skipuðu Gréta Baldursdóttir, Ólöf Jónsdóttir og Paula Parker sem einnig lék á pianó, Hanna Margrét Sverrisdóttir lék á lágfiðlu. Gunnar H. Jónsson lék á Gítar, bassa og C-saxafón og Hannes Arason lék á Eb túbu. Roar Kvam lék á Baritón horn og Þorsteinn Kjartansson lék á Bb saxafón að lokum var það Sigvaldi Þorgilsson sem sá um áslátt og hafði ég heiðurinn af að sjá um trommuleikinn.
Bærinn okkar Akureyri, auk Bóndavalsins var hljóðritað í Stúdíó Bimbó á Akureyri vorið 1982.
Upprunalega tveggja laga platan skartaði mynd af Akureyri á framhlið. Tuttugu árum síðar endurútgáfum við feðgar þessi tvö ágætu lög á safndisk pabba, "Lillý"
Það er skemmst frá að segja að þessi spilun í morgun í RÚV er eina skiptið sem ég hef heyrt marsinn fluttann í útvarpi, auðvitað með bjagaðri og rangri kynningu, að hætti hússins og eftir sem áður þá heldur Akureyrarbær með vaskri aðkomu stjóra og nefnda í tilefni 150 hátíðahaldanna uppteknum hætti og sniðgengur og vanþakkar með öllu þetta framlag Karls Jónatanssonar til þessa "baunabæjar"
mbl.is Einungis karlar rituðu afmælisritið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband