Sá á fund er finnur.

Hvað átti fólkið að gera? Átti það að hlaupa á eftir næsta manni og spyrja hvort hann hefði gleymt pening í hraðbankanum?
Þessi þjófnaðar ákæra og myndbirting í fjölmiðlum hlýtur að vera refsiverð. Þetta minnir á þegar hópmynd af áhöfn erlends togara var birt í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum, eftir að "skipamellur" komu fram með einhverskonar nauðgunar ákærur á hendur einhvers áhafnar meðlima. Það fylgdi reyndar þeirri frétt að sýni úr a.m.k. tíu mönnum fundust í konunum. Hvað hollensku ferðamennina varðar, þá vona ég að þeir verði upplýstir um nýfengna frægð þeirra og að einhver landi þeirra hér, sjái til að myndin berist í hollenska fjölmiðla.
mbl.is Þjófnaður í hraðbanka upplýstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau hefðu t.d. getað skilað peningunum í bankann og starfsfólkið þar hefði getað fundið út hver ætti þá.  Frekar einfalt.

Ingvar (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 17:04

2 identicon

Hegningarlögin: 246. gr. Ef maður kastar eign sinni á fundna muni eða muni, sem án aðgerða hans eru komnir í vörslur hans, þá varðar það sektum …1) eða fangelsi allt að 3 árum

Og já auðvitað kallar maður á eftir manneskjunni, hann stendur nú alveg ofaní manninum þannig að hann hlýtur að hafa séð hver var á undan honum í röðinni...

Margrét (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 18:25

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Samkvæmt meðfylgjandi fréttatilkynningu þá eru allir þrír einstaklingarnir á myndinni eftirlýstir. Þ.e.a.s. líka sá sem virðist vera að handfjalla seðlana úr hraðbankanum.

Margrét, átt þú þá við að hinn réttmæti eigandi peningana hafi líka gleymt sjálfum sér?

Fréttatilkynningin:

Lögreglan á Akureyri leitar fjögurra í tengslum við rannsókn á þjófnaðarmáli. Þessir einstaklingar voru staddir á Akureyri á mánudag.Meðfylgjandi myndir voru teknar af þremur þeirra við hraðbanka á Akureyri.Óskar lögreglan eftir upplýsingum um hverjir þetta gætu verið og þá jafnframt hvort þeir dvelja ennþá á Íslandi og þá hvar.Þeir sem geta veitt upplýsingar varðandi þessa aðila eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Akureyri í síma

Jónatan Karlsson, 8.9.2012 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband