Til Heimssýnar, hreifingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum

Athugasemd við Umsögn norskra krata um umsókn í ESB
Auðvitað er umsókn nú heimskuleg og það sama á auðvitað við um Ísland. Allur samanburður á jöfnuði almennings hjá þessum frændþjóðum er því miður álíka fráleitur og að bera saman ráðstöfun olíutekna Noregs og Nigeriu. Í Noregi virðist vera iðkaður jöfnuður og réttlæti gagnvart þegnunum, á meðan Ísland og mörg svokölluð þriðja heims ríki eiga við það vandamál að etja, að alla samkennd og réttlætiskennd vantar að því virðist í spillta yfirstétt, sem situr á auðlindum landsins og lifir í vellystingum, á meðan að almenningur getur étið það sem úti frýs.
Það er skiljanlegt að einstaklingar, oftast tengdir pólitískum hagsmunahópum, sjái sér betur borgið ef hægt er að telja sauðsvörtum almúganum trú um að hamingju og velsæld megi finna innan veggja Evrópusambandsins, en auðvitað gilda þau rök einungis fyrir "útvalda" meðlimi fjölskyldunar eða flokksins, þegar kemur að ráðstöfun vellaunaðra starfa og bitlinga í embættismannakerfi Stórríkisins.

P.S.
Það er þreytandi þegar einstaklingar, sérstaklega þegar þeir gefa sig út fyrir að vera á vegum einhverra samtaka, gefa lesendum ekki kost á að koma með athugasemdir við færsluna. Eru þetta ekki ákveðnir einveldis tilburðir og í hreinni andstöðu við málefnið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband