Stórríkis fjölmiðill

RÚV, Strætó og Íslandspóstur eiga það sameiginlegt, að það einasta hjá þeim sem er í toppi er kostnaðurinn. Stopula og slæga þjónustu Strætó og Íslandspósts nenni ég ekki að fjölyrða hér um, en RÚV er líka stór munnbiti. Vanhæfni starfsemi stofnunarinnar má annars vegar skipta í tæknilega útfærslu og hinsvegar í það hlutverk sem ríkisfjölmiðli er ætlað að rækja, en það er hlutlaus frétta- og tilkynningaflutningur, auk flutnings á fræðslu og skemmtiefni með áherslu á innlendri framleiðslu.
Hvað tæknilegu útfærsluna varðar, þá minnist ég ekki t.a.m. að hafa séð heilan fréttatíma án tæknilegra hnökra á RÚV og virðist aðeins horfa til hins verra í þeim efnum. Hvað efnisval og hlutlausa umfjöllun varðar, þá er hún til skammar og virðist yfirmaður RÚV auk nánustu vina og vandamanna hans einungis vera áberandi hlutdrægt verkfæri Evrópusambandssinna í ásýnd og öllu helsta umfjöllunarefni fjölmiðilsins.
mbl.is Hagrætt á fréttastofu RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband