31.8.2012 | 22:48
Háðung
Þessi sýndar tiltekt eftir hrunið er hálf hlægilegur skrípaleikur. Það er augljóst að dómstólar hér á landi eru hluti af leiknum og hafa verið það lengi. Vanhæf leiðitöm löggæslan stendur vörð um ósóman og er reiðubúinn að berja miskunarlaust af harðfylgi niður hverja tilraun almennra borgara til að mótmæla spillingunni og til að kóróna vesældina, þá er blaðamennska og fréttaflutningur allur aumkunarverður eins og sést berlega á þessari að öðru leiti lipurlega skrifuðu frétt af þessu dómsmáli. Það sem varð til þess að ergja og nánast móðga mig sem lesanda greinarinnar, er sú staðreynd að blaðamanninum tekst á undraverðann hátt að fjalla í mörgum orðum um þennan tuga þúsunda milljóna króna þjófnað án þess svo mikið sem að minnast einu orði á aðkomu formanns stærsta og öflugasta stjórnmálaflokks þjóðarinnar að málinu. Hér opinberast sannarlega í hnotskurn helstu vandamál þjóðarsálarinnar, nefnilega þöggun og undirlægja.
Alltaf skuggi yfir málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Engin ástæða til þess að láta þessu siðspilltu og forhertu glæpamenn sleppa vegna einhverra óljósra tækniatriða.
Guðmundur Pétursson, 31.8.2012 kl. 23:09
Samála ykkur félagar. Viðbjóður og spunaleikrit frá byrjun til enda og við eigum að horfa á það þegjandi og hljóðalaust til enda þar til þeir seku sleppa við smá klapp!
Sigurður Haraldsson, 31.8.2012 kl. 23:45
Eigum við að tala um Fjármálaeftirlitið?
Gjörsamlega steingelt fyrirbæri.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.9.2012 kl. 02:39
Já Guðmundur hér er ekkert eftirlit og ef svo væri að það myndi gera eitthvað þá er það ekki almenningi í hag eins spillt og rotið sem það er og var fyrir hrunið 2008.
Sigurður Haraldsson, 1.9.2012 kl. 08:51
Þó örfá ár í umsjá Margrétar hljómi sem smávægileg hegning fyrir glæpi af þessari stærðargráðu, þá hljómar tilhugsunin um að fá sjálfskipaða agaverði hennar í næturheimsókn hrollvekjandi.
Jónatan Karlsson, 1.9.2012 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.