Orðspor Svía

Svíar eru ekki gæfulegir að semja við. Þessi "friðelskandi" IKEA þjóð, voru nýverið í reynd heimsins sjötta mesta vopnaframleiðslu þjóð, en þegar kemur að sölu og framleiðslu á jarðsprengjum, þá eru þeir fremstir meðal jafningja. Þá var alltaf orðrómur um að Olav Palme hafi verið slyngur sölumaður (dauðans) og óspart notfært sér góð sölu tækifæri, þegar hann var sendur út um allar jarðir undir yfirskini alþjóðlegs sáttasemjara. Allir þekkja líka arðbær járngrýtis viðskipti Svía við Þriðja ríki Hitlers, en aðeins á síðustu árum hefur rykið verið dustað af gömlum leyniskjölum, sem hafa sýnt höfðinglegt upplýsinga flæði frá hinum vingjarnlegu, "hlutlausu" frændum, beint yfir á borð þýska herráðsins, oftast með viðkomu í Finlandi.
Assange ætti að hugsa ráð sitt vandlega, fyrr en hann leggur líf sitt að veði, fyrir einhverskonar heiðursmanna samkomulag við þessa sömu Svía.
mbl.is Svíar heiti því að framselja ekki Assange
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jónatan. Já, orðspor Svía og allra annarra ríkja, sem telja sig réttlát lög-réttar-ríki!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.8.2012 kl. 11:41

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svíþjóð er NATO ríki. Leynilega að sjálfsögðu, sem gerir það síst skárra.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2012 kl. 17:55

3 Smámynd: ThoR-E

Guðmundur: Eins og Ísland ... ;) ekki satt?

ThoR-E, 19.8.2012 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband