6.8.2012 | 18:36
Valda "jafnvægi"
N.k.laugardag mun Frú Clinton funda með Tyrkjum. Þá gefst færi á að fylgjast með þegar lokahönd er lögð á frágang snörunar, sem Írönum er ætluð. Tyrkir hafa lengi reynt að fá aðgang að evrópska stórríkinu og munu ekki láta á sér standa þegar tækifærið gefst. Fyrir aðframkomna Evrópu, væru stigvaxandi erjur við Sýrland og Jórdan og eftirfylgjandi styrjöld við Íran kærkomin vítamínsprauta til næsta áratugs eða svo. Hagsmunir Ísrael og Bandaríkjanna eru augljósir, en erfiðara að skilja afskiptaleysi Rússa og Kínverja. Í fljótu bragði virðast Kínverjar vera að styrkja stöðu sína nokkuð óáreittir í Afríku, en hvað með Rússa? Líklega eru þeir á þessum síðustu og verstu tímum bara sáttir við að fá að vera í friði með sín gömlu Sovétsku landamæri og landfræðilega nálægð við Norðurpólin Það eina sem tilfinnanlega vantar er réttlát reiði og eindreginn stuðningur almennings á Vesturlöndum við áformin, sem ég óttast því miður að spunameistarar valds og vopnaframleiðanda vesturlanda muni vekja með einfaldri sviðsetningu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.