Valda "jafnvægi"

N.k.laugardag mun Frú Clinton funda með Tyrkjum. Þá gefst færi á að fylgjast með þegar lokahönd er lögð á frágang snörunar, sem Írönum er ætluð. Tyrkir hafa lengi reynt að fá aðgang að evrópska stórríkinu og munu ekki láta á sér standa þegar tækifærið gefst. Fyrir aðframkomna Evrópu, væru stigvaxandi erjur við Sýrland og Jórdan og eftirfylgjandi styrjöld við Íran kærkomin vítamínsprauta til næsta áratugs eða svo. Hagsmunir Ísrael og Bandaríkjanna eru augljósir, en erfiðara að skilja afskiptaleysi Rússa og Kínverja. Í fljótu bragði virðast Kínverjar vera að styrkja stöðu sína nokkuð óáreittir í Afríku, en hvað með Rússa? Líklega eru þeir á þessum síðustu og verstu tímum bara sáttir við að fá að vera í friði með sín gömlu Sovétsku landamæri og landfræðilega nálægð við Norðurpólin Það eina sem tilfinnanlega vantar er réttlát reiði og eindreginn stuðningur almennings á Vesturlöndum við áformin, sem ég óttast því miður að spunameistarar valds og vopnaframleiðanda vesturlanda muni vekja með einfaldri sviðsetningu.
mbl.is Clinton fundar með Tyrkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Torfi Kristján Stefánsson vekur réttilega athygli á frétt RÚV um þetta málefni, sem segir sína sögu - ekki satt?

Jónatan Karlsson, 6.8.2012 kl. 21:37

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Og hér er fréttin:

Breskur ljósmyndari sem rænt var í Sýrlandi slapp í síðustu viku. Enginn Sýrlendingur var í hópi þeirra þrjátíu sem héldu honum föngnum en níu þeirra voru samlandar hans.

Rænt í Sýrlandi

John Cantile, sem er breskur sjálfstætt starfandi ljósmyndari, var rænt ásamt hollenskum kollega sínum 19. júlí síðastliðinn og haldið í viku. Cantile var haldið föngnum af 30 íslömskum vígamönnum sem margir voru frá Pakistan og Tsjetsjeníu. Tólf þeirra töluðu ensku og þar af 9 með hreim sem að sögn Cantile var augljóslega frá suðurhluta Lundúna.

Undarleg upplifun

Cantile lýsir flóttanum í dagblaðinu Sunday Times sem svo að hann hafi hlaupið, dauðhræddur, berfættur og handjárnaður, í landslagi sem minnti á skosku hálöndin, hundeltur af breskum ungmennum með kalashnikov-riffla sem skipað hafði verið að drepa hann. Hann sagði að þegar manni er rænt í Sýrlandi eigi maður ekki von á að það séu samlandar manns sem það gera, hvað þá að hvergi sé Sýrlendingur í sjónmáli.

Jónatan Karlsson, 6.8.2012 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband