1.8.2012 | 18:19
Sómi, sverð og skjöldur.
Þetta var hátíðleg athöfn og ánægjulegt að fá að fylgjast með dagskránni í beinni útsendingu RÚV. Innsetningarræða Ólafs Ragnars var auðvitað frábær líkt og við mátti búast, en í henni kom fram bjartsýni, sáttfýsi og einlæg ósk og von um bjarta framtíð fósturjarðarinnar. Það sem einkenndi málflutning Ólafs öðru fremur, var auðmýkt og þakklæti. Á þessum fallega sumardegi í höfuðborginni, við lúðraþyt og blaktandi fána, þá lítur maður maður framtíðina óneitanlega björtum augum og óska ég forsetanum og hans glæsilegu frú og þjóðinni allri hjartanlega til hamingju með daginn.
![]() |
Ættjarðarást sveif yfir vötnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já ég er innilega sammála þér og er ég mjög ánægð yfir því að hann hafi ákveðið að gefa kost á sér áfram sem er náttúrulega ekkert sjáfgefið og hafi hann og hans fjölskylda þökk fyrir það.
Kv.góð
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.8.2012 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.