28.7.2012 | 18:03
Kærkomið tækifæri
Yfirmaður herafla Ísraels, lét nýlega hafa eftir sér að tímabært væri að gera árás á Gaza, sambærilega þeirri sem þeir hefðu gert fyrir rúmum þremur árum, því að slík harka drægi allan þrótt úr andstöðu Palestínumanna í kjölfarið. Það er auðvitað líka tilvalið að prófa ný vopn og dusta rykið af öðrum, sbr fosfór sprengjur og allra best er það þó þegar andstæðingarnir eru óvopnaðir íbúar og börn. Oft getur lítil þúfa velt stóru hlassi og gæti t.a.m. þessi raketta sem hér ratar inn í heimsfréttirnar á mbl hæglega verið kærkomin ástæða fyrir "nauðsynlegum" refsiaðgerðum.
RÚV sýndi nýlega ágæta þætti, Loforðið - "The promise" sem varpa nokkuð hlutlausu ljósi á ástandið í Palestínu og því til staðfestingar hafa jafnvel hinir öfgafyllstu stuðningsmenn Ísraels, af augljósum ástæðum haldið sér til hlés í gagnrýni á þá raunsönnu mynd er þar er dregin upp.
RÚV sýndi nýlega ágæta þætti, Loforðið - "The promise" sem varpa nokkuð hlutlausu ljósi á ástandið í Palestínu og því til staðfestingar hafa jafnvel hinir öfgafyllstu stuðningsmenn Ísraels, af augljósum ástæðum haldið sér til hlés í gagnrýni á þá raunsönnu mynd er þar er dregin upp.
Skutu eldflaugum að Ísrael | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei þáttaröðin The Promise vörpuðu á engann hátt á ástandið í Ísrael.Einsleitir þættir sem létu sem palestínumenn væru með geislbaug og ísraelsmenn sem ávallt vondu mennina.Hef verið þarna sjálf í Ísrael og sjálf séð hvernig vesturlandabúar eru mataðar af röngum fréttum af ástandinu.
Hvet þig til að lesa " Sonur Hamas " til að fá aðeins smá sýn á ástandið þarna.
skvísa (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 21:01
Ísrael lætur ekki líðast árás á sína borgara, það er bara þannig.
Og þeir reyna að gera árás ´á strategic skotmörk. Hamas-herskáa eða eldfláugarstöðvar og annað slíkt.
Ekki er miðað á konur á börn, en oft leynast hryðjuverkamenn á milli þeirr, skýla sér þar á bakvið eins og huglausir hálvitar.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 28.7.2012 kl. 21:54
Það hefur löngum verið vitað að Hamas-menn nota ungu eiginkonurnar, sem eru á mill sex og níu ára, sem skyldi þegar Ísraelar svara eldflaugaárásum. Nóg er nú af þessum krílum.
Nú þegar islamiskir hryðjuverkamenn eru að ná betri tökum á Egyptalandi, þá voga þessir petofílar að sýna tennurnar í von um stuðning frá islamistum í Egyptalandi.
Þetta er viðbjóður.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 22:21
Skvísa í þessari ferð þinni þangað fórstu eitthvað inná Vesturbakkann? Ég var á Vesturbakkanum og í Jerúsalem í þrjá mánuði, og ég get sagt sko sagt þér það að í þessari mynd voru engar ýkjur um það hvernig Ísraelmenn koma fram við Palestínumenn, hefði meira segja meira mátt koma fram, til dæmis hvernig Ísraelsmenn láta Palestínskar konur deyja úr barnsförum á þessum checkpointum útum allan Vesturbakkan, og svo hefur ekki verið framið sjálfsmorðsárás á Ísrael í langan tíma! Ísraelskir hermenn og landtökuræningjar eru viðbjóðslegir hrottar og framkoma þeirra minnir óhugnalega á SS-sveitir Nasistana!
Sleggjan/Hvellurinn Skýla sér á bakvið konur og börn? Gaza er þéttbýlasta svæði jarðar! Ísrael álítur allt vera strategic skotmörk þar á meðal sjúkrahús, leikvellir og sjúkrabílar. Afhverju er það sjálfvörn þegar Ísrael droppar sprengjum úr F-16 orrustuþotum á Gaza, en hryðjuverk þegar Hamas skýtur eldflaugum yfir á Ísrael? Ég veit að Hamas myndu mæta Ísrael í alvöru stríði, en Ísraelsmenn leggja ekki í þá, loka alla frekar inní í stórum fangabúðum og láta svo sprengjur falla.
V.Jóhannsson Lol, sko í firsta lagi þá eru það lög á Gaza að þú meigir ekki gifta þig fyrren þú ert 18ára, held þú ættir að fara lesa þér til vinur og kannski jafnvel tala við fólk frá Gaza! Og enn og aftur Gaza er þéttbýlasta svæði jarðar, og ef Ísraelsmenn væru ekki svona miklir aumingjar myndu þeir hætta að myrða konur og börn og mæta Hamas í alvöru átökum!!!
Og Jónatan Karlsson flott blogg hjá þér
Agnes (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 01:14
@ Hvar lestu að Gaza sé þéttbýlasta svæði jarðar? Fæ ég heimildir.
Sleggjan og Hvellurinn, 31.7.2012 kl. 02:27
http://news.bbc.co.uk/2/shared/spl/hi/middle_east/03/v3_israel_palestinians/maps/html/population_settlements.stm
"Eitt af" vantar þarna inn í, en engu að síður rétt hjá mér. George Galloway og margir aðrir hafa sagt það líka, hef enga ástæðu til að trúa þeim ekki.
Agnes (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 04:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.