17.7.2012 | 22:43
Meðmæli
Hér virðist um greinilega tilraun til að koma höggi á samkeppnisaðila. Af þessu tilefni vil ég koma á framfæri reynslu minni af Delta. Við fjölskyldan flugum nýlega með þeim til New York og langar mig til að mæla eindregið með þeim. Það sem Delta hefur t.d. fram yfir "lágjaldafélagið" Flugleiði, fyrir utan verðið, var það að boðið var upp á val milli þriggja mismunandi heitra rétta eins og hjá alvöru flugfélagi á báðum leiðum og farþegum gefin heyrnartæki, auk þess að í afþreyingarkerfinu var fjölbreytt úrval nýlegra kvikmynda auk vinsælla sjónvarpsþátta. Stundvísi og viðmót áhafnar var sömuleiðis fyrsta flokks. Mergurinn málsins er líklega sá að ég pirra mig á þessu stöðuga plokki ríkisflugfélagsins, hvort heldur það snýst um að selja manni þurrar langlokur, ilmvötn, bjór eða heyrnartæki til að geta haft hljóð með takmörkuðu skemmtana efnis framboði þeirra. Auðvitað eru öll aðalatriði beggja þessara félaga fyrsta flokks, en í öllum þessum "veigamiklu" smáatriðunum hefur Delta vinninginn.
Saumnálar í samlokum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað varðar reynslu þína af Delta þá er hún sambærileg og mín hvað varðar Delta og Midvest (sem er búið að sameina öðru félagi ) . Ég get svo sem bætt við því að mér finnst sölumatseðilinn hjá icelandair svo langt frá mínum smekk og óhóflega dýrt að ég tek með mér snarl sem ég get fengið mér þegar mér hentar .
Valgarð (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 23:01
Sammála. Að maður nú tali ekki um langa flugleið eins og til Seattle, Að fá hvorki vott né þurrt, nema borga offjar fyrir lélegan mat, ef mat skyldi kalla.
Björn Emilsson, 29.7.2012 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.