Kjörið tækifæri ?

Nú í kjölfar forsetakosninga er auðvitað tímabært að sameinast að baki sigurvegara þessara kosninga, sem í raun hlaut hreinan meirihluta greiddra atkvæða. Mér virtist augljóst að að stuðningshópar og hagsmunasamtök hins svokallaða "fjórflokks" sem áður voru kallaðir "kolkrabbinn" og "smokkfiskurinn" og áttu allt og réðu öllu, auk Samfylkingarinnar sem virðist helst berjast fyrir því að koma sjálfstæði og öllum ákvörðunarrétt okkar til Brussel og loks þingmenn Vinstri grænna, sem augljóslega hafa svikið allar hugsjónir og kosningaloforð og gengið til liðs við hugsjónina um frægð og frama í evrópska stórríkinu. Þessi öfl virtust sameinast um að koma sitjandi forseta frá völdum með öllum tiltækum ráðum, því að hann hefur staðið fastur fyrir með þjóð sinni gegn öllum vélráðum en uppskar illmælgi og svívirðingar á opinberum vetfangi í réttu hlutfalli við dalandi árangur glæsilegs frambjóðanda ráðamanna..
Hér er mergur málsins. Stofnanir ríkisins eru trausti rúnar, vegna spillingar og hlutdrægni og eru dómstólar og þjóðkirkja ekki undanskilin, þó svo gjörspillt samkunda mútuþegana við Austurvöll tróni efst á vafasömum lista yfir brostið trúnaðartraust. Það veit ekki á gott að nýkjörin Biskup þjóðarinnar, skilji ekki hvað þetta mál komi henni við, en vonandi mun dómur Hæstaréttar, sem ég geri fastlega ráð fyrir að muni hafa lokaorðið í þessu meiðyrðamáli, hjálpa upp á þann skort. Það er æpandi augljóst að stöðu sinnar vegna, verða menn að gæta tungu sinnar, ella taka afleiðingum gjörða sinna og gleðst ég því yfir að Guðni gefi dómstólum þjóðarinnar þetta kjörna tækifæri til að reka af sér slyðruorðið.

mbl.is Davíð svarar Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband