1.7.2012 | 11:33
Særindi í óæðra
Augljós vonbrigði þingmannsins endurspeglast í fáráðlegum útskýringum hans á þeirri staðreynd að hreinn meirihluti þjóðarinnar kaus sitjandi Forseta, gegn strengjabrúðu stjórnvalda. Þessi úrslit eru enn eitt spark þjóðarinnar í óæðri enda þessarar svikastjórnar, sem leynt og ljóst gengur erinda Evrópusambandsins gegn fullveldi Íslands.
Segir kosningu Ólafs ekki sannfærandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í fyrsta sinn í langan tíma öðlast maður trú á landanum.
Og eitt er nokkuð víst.
Við erum ekki á leið inní ESB hrunið !
Þökk sé þeim sem mættu og kusu Ólaf Ragnar !
Birgir Örn Guðjónsson, 1.7.2012 kl. 12:02
Satt segir þú Birgir, en hér á vel við máltækið: "Hálfnað er verk, þá hafið er" Þetta gæfuspor þjóðarinnar að velja þennan heillynda þjóðernissinnaða Forseta er sannarlega ágætis byrjun, en það verður að fylgja heilsteypt ríkisstjórn og þetta úrtak sitjandi þingmanna á Alþingi er harla ræfilslegt, hvort heldur úr stjórnarliði eða andstöðu. Það vantar hreinlega nýtt blóð, eða með öðrum orðum nýtt framboð. Ég vil sjá Forsetaframbjóðandinn Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur, verkalýðsforingjann Vilhjálm Birgisson, baráttukonuna Freyju Haraldsdóttur og hagfræðinginn Ólaf Ísleifsson í þessum Þjóðflokki auk fjölmargra annara heiðvirðra baráttujaxla sem gætu fljótt og vel komið þjóðarskútuni á heilbrigða rétta stefnu.
Jónatan Karlsson, 1.7.2012 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.