Til hamingju Ísland

Þá er komið að því að þjóðin kýs sér Forseta. Auðvitað kýs hún þann sem hún treystir og það er auðvitað Ólafur Ragnar Grímsson. Hann hefur staðið heilshugar með þjóðinni, á meðan þau sem valin voru til að stjórna og fara með hagsmuni okkar sviku gefin loforð og brugðust skyldum sínum. Ítrekað hefur þessi leppstjórn Evrópubandalagsins reynt að láta þjóðina axla óréttmætar drápsklyfjar erlendra auðhringa, en einungis vegna ákveðni og einurðar bóndans á Bessastöðum, þá fékk þjóðin varist þessum atlögum. Nú liggur í loftinu loka árás andstæðinga Fullveldissins og munu úrslit þessara kosninga endurspegla þann ótta þjóðarinnar, sem einungis treysta einum manni til að gæta hagsmuna sinnar á þvílíkri örlagastund. Ég álít reyndar að meirihluti frambjóðenda myndi standa með þjóðinni, ef hún óskaði eftir þjóðaratkvæðis greiðslu um afdrifarík málefni, en allur er varinn góður. Nú þegar sá frambjóðandi sem leynt og ljóst hefur notið ofurfylgis aðlögunarsinna Evrópusambandsins er að missa flugið, þá verða viðbrögð hennar hörðustu fylgismanna hálf hlægileg, líklega svipuð og skvett væri á þau vígðu vatni.
mbl.is Barátta byggð á „ósannindum og níðrógi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband