30.6.2012 | 10:37
Hörmulegt slys
Þarna er um hörmulegt slys að ræða, þar sem þessi ungi ökumanns er ákærður fyrir að hafa misst stjórn á ógnarkröftum tryllitækis á örlagastundu sem kostaði besta vin hans lífið og skilur foreldra, aðstandendur og vini eftir örvilnaða. Fyrir þennan unga bílstjóra er einhver tímabundin svipting ökuleyfis fyrir hraðakstur eðlileg, en hann hefur þegar hlotið refsinguna fyrir ungæðingslegt dómgreindarleysi á þessari örlagastundu, þar sem reynsluleysi og ofgnótt hestafla réðu baggamun. Að krefjast aukinar refsingar yfir þessum óhamingjusama dreng er firra. Í þessu helsjúka spillta þjóðfélagi, þar sem ofbeldismenn valsa um torg svo til óáreittir á meðan aðrir eru teknir dag eftir dag á stolnum ökutækjum, dópaðir og fullir og síðan jafnharðan sleppt, einungis til að endurtaka leikinn þangað til að brotin eru orðin einhverjir tugir að þeim er stungið inn í hvíld og heilsubót á einhvern lúxus letigarð í einhverja mánuði. Ég vona að dómarar og lögfræðingar snúi sér fremur að því að koma böndum á alla þá sem hafa unnið til þess hér í spillinguni. Hvað ökumanninn unga og aðstandendur Eyþórs Darra varðar, þá vona ég innilega að þau nái að jafna sig á þessu reiðarslagi og öðlist lífshamingju á ný.
Hjartasár sem hættir ekki að blæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hörmulegt slys. það er rétt.
Einsog alltaf þegar einhver mistök gerast fyrir dómgreindarleysi, kæruleysi eða bara óheppni, er mikilvægt að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum hvað skeði,
Í þessu hörmulega slysi stendur uppúr að verulega ber á millihvað ökukmaður segir og hvað vísindi og vitni segja.
Hvaða refsingu sem þarna verður beitt, skiptir engu máli fyrr en ökumaðurinn gerir hreint fyrir sínum dyrum.
Þá fyrst hefst lækningin og fyrigefningin.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 12:41
Ég get ekki fullyrt neitt í þessu tilfelli en yfirleitt er þetta þannig að strákarnir eru í hópum sem skiptast á að keyra svona.
Ef farþeginn er meðvitaður um þennan leik er hann þá ekki samsekur? Jafnvel þó að hann sé sá eini sem láti lífið.
Með fullri virðingu fyrir ástvinum drengsins sem lét lífið þá held ég að ökumaðurinn sé nú þegar að afplána hörðustu refsinguna, að þurfa að lifa með þetta á samviskunni það sem eftir er.
Hallgeir Ellýjarson, 30.6.2012 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.