27.5.2012 | 17:19
Holdið er veikt og syndin er lævís og lipur, nú sem endranær.
Staðan á Alþingi er sú að meirihluti þingmanna virðist ganga erinda annara herra en íslensku þjóðarinnar, sem þetta fólk var þó kosið til að gegna. Skoðanakannanir sýna líka að þessi hjörð er rúin trausti almennings. Það eru mörg ár síðan ég lét fyrst í ljós þann ótta minn, að aðeins örfáir þjónar fólksins hefðu þann styrk að bera, til að standast freistinguna, þegar fé og frami væri boðin af Evrópusambandinu fyrir sál viðkomandi þingmanns- eða konu. Auðvitað eru t.a.m. milljón Evrur á bankareikning í Sviss ómótstæðileg fjárhæð fyrir fátækan íslenskan þingmann, sem gæti tryggt honum og hans afkomendum fjárhagslegt öryggi til ókominar framtíðar, en það eru óumdeilanlega smáaurar fyrir Evrópusambandið að borga fyrir aðganginn að auðlindum og ótrúlegum lykil völdum þessa smáríkis, jafnvel þó að múta þyrfti hverjum einasta landsmanni með þeirri upphæð sem ég nefndi sem dæmi.
Fimmtudaginn 24. maí var tillaga Vigdísar Hauksdóttur um að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu felld. Allur þingflokkur Samfylkingarinnar og Hreifingarinnar höfnuðu tillögunni. Sama gerðu þingmenn Vg að Jóni Bjarnasyni og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur undanskildum. Frá stjórnarandstöðunni studdu þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Siv Friðleifsdóttir stjórnvöld í að hafna þjóðinni um réttinn til að fá að kjósa um þetta fullveldis afsal.
Annað var það mál, þar sem afstaða kjörinna þingmanna virtist ganga í berhögg við heilbrigða skynsemi og hagsmuni þjóðarinnar, en þar er ég auðvitað að tala um Icesave. Þar stöðvaði Ólafur Ragnar Grímsson áform meirihluta þingsins í tvígang, þess efnis að láta almenning á Íslandi axla ólögvarðar drápsklyfjar skuldbindinga skjólstæðinga valdastéttarinnar gagnvart breskum og hollenskum fjármagnseigendum. Ef þau áform meirihlutans hefðu náð fram að ganga, þá hefðu Íslendingar einfaldlega orðið gjaldþrota og orðið að ganga að ítrustu kröfum evrópskra banka og láta af hendi allar okkar auðlindir. Í kjölfarið hefði þjóðin ekki átt annara kosta völ en að kyssa vöndinn og sækja um fulla aðild að þessu Fjórða Ríki Evrópu. Hér að lokum læt ég fylgja með lista yfir þá þingmenn á Alþingi Íslands sem völdu að láta almenningi á Íslandi blæða út:
Anna Pála Sverrisdóttir, Arndís Soffía Sigurðardóttir, Álfheiður Ingadóttir I&II, Árni Páll Árnason I&II, Árni Þór Sigurðsson I&II, Ásmundur Einar Daðason, Ásta R. Jóhannesdóttir I&II, Björgvin G. Sigurðsson I&II, Björn Valur Gíslason I&II, Guðbjartur Hannesson I&II, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Helgi Hjörvar I&II, Jóhanna Sigurðardóttir I&II, Jón BjarnasonI&II, Jónína Rós Guðmundsdóttir I&II, Katrín Jakobsdóttir I&II, Katrín Júlíusdóttir I&II, Kristján L. Möller I&II, Lilja Rafney Magnúsdóttir I&II, Magnús Orri Schram I&II, Oddný G. Harðardóttir I&II, Ólína Þorvarðardóttir I&II, Róbert Marshall I&II, Sigmundur Ernir Rúnarsson I&II, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir I&II, Steingrímur J. Sigfússon I&II, Steinun Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svafarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir I&II, Þórunn Sveinbjarnardóttir I&II, Þráinn Bertelsson I&II, Þuríður Backman I&II, Össur Skarphéðinsson I&II.
Eftirfarandi þingmenn samþykktu einungis Icesave II:
Ögmundur Jónasson, Mörður Árnason, Skúli Helgason, Bjarni Benediktsson, Ólöf Nordal, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ragnheiður Ríkarðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Atli Gíslason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Einar K. Guðfinnsson, Ólafur Þ. Gunnarsson.
Eftirfarandi þingmenn sátu hjá:
Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.