Burt með Fréttablaðið

Nú er mælirinn fullur. Eftir að Fréttablaðið birti klámfengna skopmynd af Forseta Þjóðarinnar í helgarútgáfu blaðsins, þá vil ég ekki sjá þennan snepil inn fyrir mínar dyr. Ég hef síðustu árin sætt mig við að fá þennan lævísa áróðurspésa Evrópusambandsins inn á gólf alla daga, með sínum vel útfærða áróðri fyrir grandalausa lesendur. Það var víst eitt af fyrstu verkum núverandi ríkisstjórnar að skikka Landsbanka okkar allra, til að veita þessum áróðurs pésa nálægt milljarðs króna kúlulán til að ábyrgjast reksturinn til næstu ára. Allir vita að þetta kúlulán verður aldrei greitt, frekar en önnur kúlulán. Þetta málgagn þjóðníðingana hefur ítrekað hagrætt sannleikanum, falsað og sáð fræum efans, svo ekki sé talað um falsanir á skoðanakönnunum, líkt og sýndi sig greinilega eftir að niðurstöður tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna lágu fyrir. Hingað og ekki lengra. Ég skora á sanna Íslendinga að hætta öllum viðskiptum við þetta sorpblað, hvort sem það snýst um að auglýsa hjá blaðinu, eða að kaupa það og þar sem því er dreift ókeypis, þá límið skilaboð til blaðbera á bréfalúguna um að blaðið sé afþakkað. Ég get allavega ekki látið bjóða mér þetta lengur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

"Fréttablaðið" er algjört öfugmæli um þetta blað. Þetta er bara auglýsingablað undir fölsku fréttaflaggi.

Axel Jóhann Axelsson, 22.5.2012 kl. 20:46

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Já Axel.

Falskt er það sannarlega og undir fölsku flaggi.

Jónatan Karlsson, 22.5.2012 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband