Skilvirkt hjálparstarf

Ísland er matvælaframleiðslu ríki og í Gambíu er skortur á matvælum. Ergo, auðvitað sendum við þá matvæli þangað. Hinsvegar er það vitað og velþekkt staðreynd að þegar hjálpin er í formi fjármuna, þá eru það nú um stundir vinsælast að styrkja bandaríska hnetuframleiðendur sem framleiða margumtalað vítamínbætt hnetusmjör sem eflaust er bæði hollt og gott, en einhverra hluta vegna er það aðeins hluti söfnunarfésins sem nær óskertur til hinna þurfandi. Yfirbygging hjálparstofnana með hálaunuðu starfsfólki en þó sérstaklega margskonar vopnaðir hópar, ýmist spilltra stjórnvalda eða hópar enn verri skæruliðahreyfinga sem ná að koma höndum yfir stóran og jafnvel mestan hluta aðsendra hjálpargagna sem þeir síðan koma í verð og nota auðvitað hagnaðinn til vopnakaupa.
Ég vil varpa fram þeirri uppástungu að Íslendingar hætti að greiða í venjubundna þróunar- og matvælaaðstoð en verði í stað þess með lítið flutningaskip, vel merkt og mannað sérhæfðu starfsfólki, sem væri í stöðugum flutningum til hamfara og neyðar svæða hvar sem þess kynni að vera þörf. Ég er alveg handviss um að íslenskir vísindamenn geta búið til vítamínbætt ljúfengt og auðmeltanlegt mauk fyrir aðframkomin börn úr okkar frábæru landbúnaðarvörum og hungraðir fullorðnir myndu örugglega finna eitthvað við sitt hæfi úr íslensku matarkistunni. Það þarf ekki að taka fram að vatn, lyf og önnur hjálpargögn myndu þá líka ná milliliðalaust til hinna þurfandi.
mbl.is Íslenskur sendifulltrúi til Gambíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Já já og svo gæti skipið komið við í öllum höfnum á Íslandi svo að bændur og aðrir geti komið vörum sínum í verð og eins að fóður og áburður komist út á land án þess að rústa öllu heldur bágbornu vegakerfi landsins. Það væri bara ansi góð aðstoð. Held ég. Svertingjarnir geta ábyggilega hjálparlaust keypt vélbyssur sjálfir.

Eyjólfur Jónsson, 15.5.2012 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband