21.4.2012 | 16:58
Ótrúlegt
Hvaða einkafélag er þetta Kerfélag eiginlega? Þykjast einhverjir fjármála spekúlantar ráða yfir íslenskum náttúru perlum og hverjir megi sjá gersemirnar. Er þá miðað við litarhaft eða stjórnmálaskoðunum? Ef fulltrúar íslenskra og kínverskra stjórnvalda eru sérstaklega óvelkomnir, eru það þá t.d. aðeins rússneskir auðkýfingar og amerískir gyðingar sem eru velkomnir? Það væri þá jafnvel góð fjárfesting að kaupa Gullfoss eða Geysi? Og hvað með norðurljósin? Hverskonar andsk. rugl er þetta?
Höfðu ekki áhuga á heimsókn Wen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Össur er vanur að vaða yfir allt og alla og það er sennilega það sem fer fyrir brjóstið í viðkomandi.
Kurteisi er óþekkt fyrirbryggði á Íslandi og sérstaklega hjá stjórnmálaviðrinum eins og Össurri, sem eru ekkert nema hrokinn og heimskan.
Vel gert hjá Magnúsi þessum að því leiti.
En hitt er annað mál. Það má orða hlutina öðruvísi. Kurteisi, þú skilur. Eða!
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 17:18
Það er þannig, að Kerið er í einkaeigu, en Gullfoss í ríkiseigu, og Geysir að hluta til í ríkiseigu.
Börkur Hrólfsson, 21.4.2012 kl. 17:42
Þessi framkoma er óþolandi með öllu. Ætlar þessi Óskar Magnússon, sem er á mála hjá LÍÚ, að ráða því hvaða náttúruperlur sýna má útlendingum? Er LÍÚ kannski orðið eigandi að Kerinu, eða þessu svokallaða Kerfélagi. Nægir þeim ekki að hafa sölsað undir sig auðlindir hafsins, er nú röðin komin að náttúruperlum landsins. Hvaða halda sjallabjálfarnir eiginlega að þeir geti gengið langt í frekju og fíflaskap?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.