10.3.2012 | 19:10
Góður, Geir
Það er sannarlega ánægjulegt að styrkja- og kúlulána aðlinum misheppnuðust áformin um að koma í veg fyrir réttarhöld Landsdóms yfir Geir H. Haarde. Það verður með degi hverjum augljósara að sakborningurinn í málinu virðist hafa höndlað í bestu trú og gert alt sem í hans valdi stóð í aðdraganda hrunsins til að bjarga því sem hægt var, að því virðist með svikula sérfræðinga og ráðgjafa á báða bóga auk augljóslega vanhæfrar ríkisstjórnar. Það lítur út fyrir að eigendur bankana, með aðstoð mútuþægra embættis- og stjórnmálamanna og með falsaðar yfirlýsingar frá nafntoguðum endurskoðunar fyrirtækjum, hafi auðnast að blekkja, ekki aðeins Geir, heldur nánast alla þjóðina. Annar er þó maður sem virðist ætla að standa uppi með pálman í höndum að þessum yfirheyrslum loknum. Sá maður er Davíð Oddson og er það vel, þó ekki sé enn tímabært að fjölyrða um það.
Ljóður á þessum réttarhöldum er sá að þeim er ekki sjónvarpað beint, auk þess að það er undarlegur aulaskapur allra þessara dómara að leyfa tilvonandi vitnum að hlusta á vitnisburði annara vitna og samhæfa framburð sinn samkvæmt því. Ávinningurinn af þessum réttarhöldum er sá að unnt er að skilja hafrana frá sauðunum og augljóst er að syndir, svik og aðgerðir ýmissa munu rata inn á borð sérstaks saksóknara, auk þess að hefð skapast fyrir uppgjöri við vanhæfar og vafasamar ríkisstjórnir, líkt og þá er nú situr.
Ljóður á þessum réttarhöldum er sá að þeim er ekki sjónvarpað beint, auk þess að það er undarlegur aulaskapur allra þessara dómara að leyfa tilvonandi vitnum að hlusta á vitnisburði annara vitna og samhæfa framburð sinn samkvæmt því. Ávinningurinn af þessum réttarhöldum er sá að unnt er að skilja hafrana frá sauðunum og augljóst er að syndir, svik og aðgerðir ýmissa munu rata inn á borð sérstaks saksóknara, auk þess að hefð skapast fyrir uppgjöri við vanhæfar og vafasamar ríkisstjórnir, líkt og þá er nú situr.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.