Athugasemd við: "Þar sem menn ganga uppréttir"

Tilefni þessa bloggs er aðalega vanþóknun mín á málpípum, sem vilja láta ljós sitt skína á t.a.m. á þessu ágæta Moggabloggi og gefa lesendum kost að koma með athugasemdir við líkt og tíðkast hjá all flestum. Þó eru undantekningar eins og Jón Valur Jensson, sem aðeins velja að móttaka og birta halelúja kór sammála athugasemda. Nú síðast bættist í þennan sjálfumglaða hóp, lögmaðurinn Jón Magnússon, sem er t.d. heitur andstæðingur verðtryggingar. Í morgun opnaði ég mbl.is og sá þar bloggfærslu eftir Jón, þar sem hann grípur á lofti þýðingu á nafni landsins Burkina Faso, og upplýsir að það þýði: "Þar sem menn ganga uppréttir" Tilvitnunin var líklega tilkomin vegna þess að hann hafði frétt að Samfylkingarmaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson dveldi þar um þessar mundir og átti þá væntanlega að skiljast sem að það væri eitthvað lítil- mannlegt við þá afstöðu flestra Samfylkingarmanna að vilja sjá Geir Hilmar Haarde fyrir Landsdómi.
Eftir lestur þessa bloggs Jóns, þá skrifaði ég eftirfarandi athugasemd og sendi, en fékk þá tilkynningu um að hún yrði birt ef guð, nei ég meina ef Jón leyfði. Núna þrem tímum seinna er mér orðið ljóst að þessi athugasemd mín hlaut sannarlega ekki náð fyrir ritskoðun Jóns Magnússonar.
P.S.
Ég verð að bæta því við að mér þótti Jón setja niður við að taka þátt í að skíta út okkar vinsæla Forseta, Ólaf Ragnar Grímsson í þætti á Útvarpi Sögu nýlega.

Athugasemdin:

"Það sem hér skiptir máli, er að Geir H. Haarde gangi hnarreistur frá þessum Landsdómi. Það er og verður enginn fullkominn, hvorki ég, þú né Geir. Talandi um flokks aga. Vildi virkilega hver og einn einasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins fórna mannorði Geirs um aldur og ævi til þess eins að hylja öll málsgögn hrunsins? Það er eigi að síður auðvitað vonandi að að allir máttarstólpar flokksins gangi uppreistir á vit sögunar að loknum Landsdómi. Ég vona að Geir og verjanda hans takist að sanna, að helstu brot og afglöp Geirs voru þau að trúa á hugtök eins og: Drenglyndi, Heillyndi og Bræðralag"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband