Skammsýni

Þessi barnalega tillaga Páls Óskars endurspeglar afbakaða og óupplýsta heimssýn stórs hluta almennings hér á landi, þó svo að ekki komist árangur heilaþvottsins í hálfkvist við öfugsnúnar lífsskoðanir almúgans í Bandaríkjunum. Páll Óskar hefur t.a.m. aldrei, svo ég minnist gert athugasemd við þáttöku Ísraelsmanna í Eurovision keppninni, þrátt fyrir síendurteknar ályktanir Sameinuðu Þjóðanna um stórfelld mannréttinda brot þeirra og grimdarverk á Palestínumönnum og þó sérstaklega vegna þeirrar óumdeildu staðreyndar að Ísrael er einfaldlega ekki í Evrópu. 

mbl.is Öskureið út í Pál Óskar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Er þín heimssýn þessi eina rétta? Ert þú þess umkominn að greina hinn eina (hrollvekjandi) sannleika? Eða ertu kannski bara hræsnari sjálfur, svona eilitið á vinsri vængnum með skoðanir (og þá aðeins á einni hlið) í deilu Ísrael og Palestínumanna? P.S. Stór hluti Tyrklands er ekki í Evrópu.

Guðmundur St Ragnarsson, 12.2.2012 kl. 17:21

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Guðmundur.

Hvaða óskapa viðkvæmni er þetta. Var ég að halda því fram að mín skoðun væri sú eina rétta? Líklega höfum við báðir lært í barnaskóla að Tyrkland er bæði í Evrópu og Asíu, þó svo að ég sjái ekki hvað það komi þessu bloggi mínu við og þar fyrir utan vitnaði ég í fordæmingu Sameinuðu Þjóðanna á grimmilegu hernámi og ólöglegum landnemabyggðum Ísraelsmanna í Palestínu. Hvað heilaþvottinn sem ég nefni varðar, þá finnst mér þessi athugasemd þín einmitt sanna mál mitt, því ef eithvað er, þá er ég fremur hægri sinnaður en eigi að síður dapur yfir því að ágætt, velgefið fólk haldi uppi vörnum fyrir hverskonar kúgun og grimdarverkum, þó það eigi að sjálfsögðu ekki við heiðursmann eins og þig né heldur komi þessum "velheppnaða" spuna BBC og sakleysislegri trúgirni PÓH að nokkru öðru leyti við.

Jónatan Karlsson, 13.2.2012 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband