Handónýt löggæsla

Það verður því miður að segjast um löggæsluna hér á Íslandi það sama og hægt er að segja um almennings samgöngur okkar. Kostnaðurinn á heimsmælikvarða en þjónustan og árangurinn fyrir neðan allar hellur.
Það er ekki öruggt fyrir friðsama borgara að ferðast um stræti borgarinnar eftir að dimma tekur vegna ofbeldismanna, sem óttast ekki stimamjúka lagana verði, heldur hlægja að þeim sem von er. Ekki tekur betra við þegar þessum föntum loks er stungið inn, eins og greinilega mátti sjá nýlega í viðtali við fangelsisstjóran á Litla Hrauni. Þessir glæpamenn virtust allir vera elsku kæru drengir stjórans og mátti hún vart vatni halda yfir mannkostum þeirra. Það er vitað að þessir fangar koma oftast aftur og aftur í sæluna í afplánun, augljóslega vegna þess að fælingar mátturinn er enginn. Svona væri hægt að halda áfram um allar hliðar vanmáttugrar og gagnslítillar löggæslu hér á landi eins og dæmin sýna, nema að stundum má e.t.v. greina bjartar hliðar á söng lögreglukórsins.

mbl.is Ónýtar öryggismyndavélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reykjavík, borg óttans, er glæpaborg! algert ógeð! Og alvestur er þessi svokallaði miðbær, eða 101 eins og þetta óféti er kallað. Það er stórhættulegt að vera á ferli á þesu ruslsvæði. Rán, nauðganir, vændi, árásir, "og þjófar reka verslanir," eins og stendur í texta við lag ágætrar hljómsveitar. Hvað er til ráða? Ekkert annað en rífa þessa ómynd og jafna allt draslið við jörðu, glæpalýðinn og allt klabbið!!!

Óli (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 18:03

2 identicon

Sæll Jónatan. Þetta er alltof satt hjá þér. Menn komast í fangelsi eftir þrjátíu til fjörtíu líkamsárásir og þá í mun betra húsnæði og fæði en td. eldri borgarar.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 18:49

3 identicon

Ég held að þetta hafi ekkert að gera með löggjæslu sérstaklega, heldur linkind þegar kemur að því að dæma þá sem eru teknir fyrir ofbeldisbrot. Hér á MBL eru eldlausar fréttir af ofbeldismönnum með langan ferill sem endalaust fá skylorðisbundna dóma ef að þeir bara játa brotið, já eða vegna ungs aldurs. Það verður að fara að taka á ofbeldisglæpum gegn saklausu fólki.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 19:13

4 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sælir, Grískur ferðamaður lennti í átökum fyrir c.a. tveim árum og lést á s.l. ári, móðir hans vildi

gefa skýrslu gegnum fjarbúnað en lögmenn neituðu. Hvað er í gangi og hvern er verið að vernda.

Ef glæpamenn fá að ganga lausir bitnar það á ferðaþjónustunni og verður þá Ísland ekki lengur inn.Fyrir nokkrum misserum vildu foreldrar ganga saman um miðbæinn en lögreglan neitaði,

ég spyr enn og aftur hvað er í gangi, um helgina sprakk kínverji á völlunum nálægt blokk sem

vélhjólarusl beittu konu ofbeldi, menn urðu hræddir og læstu sig inni, hvar eru íslensku víkingarnir.

Bernharð Hjaltalín, 30.1.2012 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband