www.straeto.is

Föstudaginn 20. þessa mánaðar fengum við gesti í kvöldmat. Rétt fyrir klukkan 21, þá hugðust gestirnir taka strætó heim, þannig að ég lét reyna á marg auglýsta vefsíðu fyrirtækisins: www.straeto.is  Ég sló inn götu og húsnúmeri brottfararstaðar og ákvörðunarstaðar eins og síðan bauð uppá, en svar þessarar tæknivæddu síðu var aðeins: "Villa kom upp" og það ítrekað uns ég gafst upp. Niðurstaðan var því að við röltum út á stoppistöð og þóttumst greina á útkrotaðan leiðarvísi að u.þ.b. 50 mínúntur væru í næsta vagn. Á sama leiðarvísi var gefin upp slóð (veiklaðrar) vefsíðunar og þjónustu sími. Ég gladdist yfir að geta þó hringt og fengið samband við einhvern sem gæti veitt einhver svör, en þá tilkynnti ópersónuleg kvenmannsrödd mér það að þjónustuverið væri lokað. Síðan hélt röddin áfram og byrjaði að þylja upp eftirfarandi: "Virka daga er þjónustuver opið til klukkan 22.00" en þá lagði ég á, vegna þess að klukkan var aðeins rúmlega 21.00. Skömmu síðar kom laus leigubíll og bjargaði málinu.
Svona "skíta" þjónusta er örugglega á heims mælikvarða hvað skort á gæðum snertir og í ofanálag eru fargjöldin örugglega þau dýrustu í heimi og þó víðar væri leitað. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband