10.1.2012 | 21:46
Landsdómur
Það er dapurlegt að fylgjast með hvernig hópur þingmanna ráðgerir að koma í veg fyrir réttarhöld Landsdóms yfir Geir Haarde. Þessi aðgerð er ekki sprottin af góðmennsku eða vorkunsemi, heldur skal mannorði Geirs í Íslandssöguni fórnað fyrir þann myrka leyndarhjúp er yrði óhjákvæmilega rofinn við opinberar yfirheyrslur vitna í málsvörn verjanda Geirs. Ef öll kurl koma til grafar í opnum réttarhöldum, þá er ég sannfærður um að Geir Hilmar Haarde getur gengið hnarreistur á vit framtíðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.