Enn eitt kjörtímabil

Ísland á góða og bjarta framtíð í vændum, ef staðfastur Forseti, einmitt eins og Ólafur Ragnar Grímsson hefur blessunarlega sýnt sig að vera, hefur hönd á neyðarbremsu, þegar þörf er á. Meirihluti kjörinna alþingismanna okkar hafa orðið uppvísir að óheillyndum. Þeir hafa þegið greiðslur, styrki, kúlulán eða aðrar þóknanir fyrir að ganga erinda innlendra og erlendra fyrirtækja, oft beinlínis þvert á hagsmuni þjóðarhags. Ef ein af þessum keyptu sálum næði sæti á Bessastöðum og leggði þar í framhaldinu blessun sína yfir fullveldis afsal og hafnaði þjóðinni um þjóðaratkvæðisgreiðslu á ögurstundu, þá gæti framtíð Íslendinga orðið önnur og dekkri. Í stað glæstrar framtíðar, þá gæti íslenska þjóðin orðið álíka veigamikil á alþjóða vettfangi líkt og verstöð á Svalbarða eða Innúíta byggð í Alaska og kjör þegnana eftir því.
Það er ósk mín að Ólafur og Dorit fórni fjórum árum til viðbótar og sleppi ekki af okkur styrkri hendi, fyrr en við erum komin í gegnum brimgarðin og í örugga höfn. Það ætti að vera mögulegt á einu kjörtímabili og þá ætti að vera óhætt að kjósa nýjan "óreyndan" Forseta.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband