Hin hliðin á peningnum - Frétt af visir.is

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Fimm fulltrúar í utanríkismálanefnd vilja að hið formlega fyrirsvar málareksturs gagnvart EFTA-dómstólnum sé á hendi Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra. Þetta var lagt fram á fundi nefndarinnar í kvöld.

Þar segir einnig að það sé rétt og í samræmi við stjórnskipunina að Össur sjái um svarið. „Mikilvægt er að samráð milli þeirra ráðuneyta sem málið varðar verði náið og sömuleiðis samráð við utanríkismálanefnd. Jafnframt verði lögð áhersla á að utanríkisráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra komi fyrir nefndina til að fjalla um málsmeðferð og málsvörn Íslands," segir í bókuninni.

Þeir fulltrúar sem lögðu fram bókunina eru:

Árni Þór Sigurðsson
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Mörður Árnason
Helgi Hjörvar
Birgitta Jónsdóttir

 Það er athyglisvert að sjá neðsta nafnið á listanum. Ýmislegt fer að verða ljósara í skammdeginu - eða hvað

mbl.is Icesave verði í höndum Árna Páls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Jónasson

Sæll Jónatan.

Var að lesa það á mbl.is að meirihluti unanríkismálanefnd var að gefa út yfirlýsingu að þau vildu að Iceave væri á hendi Árna Páll Viðskiptaráðherra.

Þessi frétt stangast á þá sem var í mbl.is

Hörður Jónasson, 19.12.2011 kl. 22:59

2 identicon

Íslendingar hafa aldrei getað verið sammála um nokkurn skapaðann hlut. Við erum allir kóngar og vitum hvað er best. Það er ekki einu sinni hægt að skapa spilaklúbb, öðruvísi en að hann klofni.

ESB umræðan er klúður og verður aldrei annað og tapið verður mest fyrir heimsku viðkomandi. En þetta eru Íslendingar!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband