19.12.2011 | 20:26
Sjálfsábyrgð
Til að geta keypt venjulega líftryggingu, þá þarf maður að uppfylla nokkur skilyrði. T.a.m. þarf maður að vera reyklaus, heilsuhraustur og ekki áhugamaður um áhættu íþróttir og fleirra í þeim dúr. Er óeðlilegt að þrautpíndum skattgreiðendum ofbjóði það að vera gert að greiða rándýr listaverka söfn sem eru að því virðist send í óþéttum gám yfir Norður Atlantshafið, þar sem jafnvel einföldustu starfsmenn utanríkisþjónustunar ættu að vita að veður eru válynd og þar af leiðandi augljóst að pakka ætti öllum þessum tilfinninga og peninga verðmætum í vatnsheldar pakkningar, líkt og flest betri flutninga fyrirtæki myndu væntanlega sjá um fyrir lítið. Þar fyrir utan, þá er spurning hvort viðkvæm óvarin listaverkin hefðu þolað vistina á hafnarsvæðinu í sjóðheitum gámnum, þó svo ekki hefði komist sjór eða raki í gáminn.
Vont að sitja undir dylgjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
heyr heyr
Hjörleifur Harðarson, 19.12.2011 kl. 21:44
Sæll Jónatan.
Ekki ætla ég að gerast talmaður sendiráðsmannsins sem flutti verðmæti í gám til USA. Aðeins að minna á þær reglur sem ríkið er með varðandi tryggingar. Og gott væri að lesa líka útskýringar hjá öðrum um þessar skemmdir.
Ríkið t.d. sparar líklega mörg hundruð milljónir á því að tryggja ekki búslóðir og fleira og frekar borga ef skemmdir koma til sem er þó afar sjaldan. Svo allir græða á því.
Hörður Jónasson, 19.12.2011 kl. 22:38
Hörður, það vantar tilfinnanlega þak á það sem Ríkið ábyrgist, sérstaklega fyrst ekki er tryggt. Eigendur eiga síðan að tryggja sjálfir fyrir mismuninum.
Billi bilaði, 19.12.2011 kl. 23:45
Sendifulltrúar eru flutningsskyldir og því eðlilegt að vinnuveitandinn ábyrgist eigur þeirra.
Ríkið kaupir ekki tryggingar því það er ódýrara en ef það gerði það.
Aðalatriði málsins er að þarna eyðilagðist mikill fjöldi mikilvægra listaverka sem aldrei verða bætt. En liði sem ekki hugsar um annað en hvort næsti maður hafi það skárra en það sjálft er auðvitað sama um það!
Þorsteinn Siglaugsson, 20.12.2011 kl. 00:12
Já það er svo annað mál hve há tryggingin á að vera. Menn geta haft ýmsar skoðanir á því, en meginreglan er sú að ríkið tryggir ekki búslóðir starfsmanna sinna sem þurfa að starfa erlendis, en ef skemmdir koma upp þá borgar ríkið. En endurtek þetta er afar sjaldgæft að lenda í þessu.
Hörður Jónasson, 20.12.2011 kl. 00:14
Já það veit enginn hvað átt hefur, fyrr en misst hefur.
Ég vil segja það til eigenda búslóðarinnar, það hvarflar ekki að mér að þið farið með rangt mál. En, úr því allt var metið inn og úr í gám, finnst mér það ykkar vegna að þið ættuð að vísa allar skýrslur um innihald, listaverk (eftir hvern) og (bækur áritaðar) o.þ.u.l. Þessir tryggingapeningar koma úr vösum skattborgara þessa lands. Þessir peningar hefðu getað fætt töluvert af fólki sem nú bíður í röðum til að fá gefins mat. Þetta hljótið þið að skilja sem væntanlega hafið búið á Íslandi undanfarið. kveðja.
Jóhanna (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.