Betrunarhús, þróunaraðstoð o.fl. frómar óskir

Í tilefni þess að hinn fyrrum glaðbeitti bankastjóri Glitnis situr nú í gæsluvarðhaldi, auk þess sem ríkisstjórn og þorri þingmanna standa eftir sem áður jafn berleggjaðir frammi fyrir þjóðinni, þá langar mig að varpa fram stuttum óskalista til þess nýja stjórnmála afls sem ég vona að birtist á sviðinu fyrir næstu kosningar:

1)  Makleg málagjöld til handa forsvars mönnum hrunsins svo og handbendum þeirra, kúlulánþega  sem og annara styrkþega hrunfurstana.
2)  Fiskveiði kvótann og allar aðrar náttúruauðlindir samstundis til réttmætra eigenda sinna - Þjóðarinnar.
3)  Tafarlaus stöðvun á allar þjóðhagslega vafasamar framkvæmdir, svo sem undirbúning og vinnu að inngöngu Íslands í Evrópusambandið, svo og áform um önnur þjóðhagslega óhagstæð verkefni s.br. byggingu hátækni sjúkrahúss við Hringbraut og yfirstéttar fangelsis á Hólmsheiði.
4)  Nýja hugsun ,hvað refsingu og afplánun varðar. Ráðist í tafarlausa stækkun mannvirkja á Litla Hrauni. Í fyrstu verði notast við bráðabirgða húsnæði t.a.m. vinnubúðir verkamanna frá Kárahnjúka framkvæmdum. Afbrotamenn leiddir tafarlaust fyrir dómara og hefji samstundis afplánun refsingar, t.d. ef um ölvunar akstur, innbrot eða ofbeldi er að ræða. Fyrir fjárhagsleg brot væri hægt að ímynda sér að mánuðurinn á Hrauninu gæti verið metinn á u.þ.b. eina milljón, þannig að 50 milljóna skuld samsvaraði 50 mánaða fangelsisvist. Allar afskriftir og niðurfellingar væru að sjálfsögðu úr sögunni.
Önnur viðhorfs breyting væri sú að afbrotamaðurinn (eða konan) yrði að greiða fyrir fæði og húsnæði líkt og aðrir þjóðfélags þegnar og að auki fyrir kostnað gæslu, laun fangavarða o.þ.h. Þennan kostnað gæti fanginn greitt úr eigin vasa, eða unnið t.a.m.8 tíma dagvinnu í þeirri vinnu sem honum stæði til boða.
Þorlákshöfn er að missa Vestmannaeyja ferju umsvifin og þar stendur hraðfrystihúsið og fiskvinslan, Meitillinn, líklega að mestu vannýtt. Þar að auki er grá upplagt að byggja gróðurhús í stórum stíl til grænmetis ræktunar þarna á svæðinu. Síðan þyrfti auðvitað stóran hóp fanga í byggingarvinnu við allar þessar bætur og breytingar. Þessar mannbætandi aðferðir myndu krefjast þess að tafarlaust yrði hætt við að senda allar þessar þúsundir tonna af ferskum fisk í Breskar verk-
smiðjur, heldur færi allur fiskur á markað á Íslandi, auk þess sem að auðvitað yrði að lækka raforkukostnað til garðyrkjubænda og ríkis fangelsa.
5)  Allir lífeyrissjóðir landsins sameinaðir í einn og starfsemi þeirra rannsökuð ítarlega aftur í tímann.
6)  Öll þróunar aðstoð Íslendinga væri með beinum hætti. Það mætti ímynda sér að eitt eða tvö lítil flutningaskip, væru í stöðugum ferðum til þurfandi landa eða svæða, með vatn og ómetanleg matvæli keypt af innlendum framleiðendum.
7)  Verðtryggingin færð aftur til haustsins 2008 og síðan yrði kostnaði hrunsins greiddur af þeim sem ullu því og afganginum dreift réttlátlega á banka, fjármagnseigendur, fjármögnunar fyrirtæki og auðvitað alla þá sem græddu síðan á hruninu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband