Er það sama fyrirtækið?

Ég minnist þess að fyrir nokkrum árum, var fyrirtæki að nafni Capacent - Gallup fengið til að verðmeta SPRON, áður en það yrði sett á markað. Verðmiðinn sem þetta Capacent dæmi setti á sparisjóðinn var u.þ.b. 60 milljarðar og seldu þá eigendur og stjórar hlutabréfana allt hvað aftók, eins og frægt varð. Eftir að búið var að mata krókinn á gráa markaðinum, þá kom í ljós að raunvirði sparisjóðsins var einungis u.þ.b. 25% af verðmati Capacent. Er þetta sama fyrirtækið sem um er að ræða?
Að auki má nefna að eitt síðasta verk fyrrverandi ríkissaksóknara áður en hann sagði fyrirvaralaust upp starfi sínu, var að stöðva og loka allri frekari rannsókn á þessu grófa fjársvikamáli. 

mbl.is Þrotabú krefst riftunar á sölu Capacent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir að vekja athygli á þessu.

Ég held að fáir viti að Capacent hafi verið þetta mikill þáttakandi í fjármálasukkinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.11.2011 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband