26.3.2011 | 00:24
Gullfiskaminni
Bíðið nú við. Var það ekki Capasent Gallup sem verðmat SPRON uppá sextíu milljarða áður en það var sett á markað, þannig að hyskið sem stóð að því gat sellt sín bréf með margföldum hagnaði. Auðvitað kom hið sanna í ljós eftir að þjófarnir og handbendi þeirra höfðu bókfært þýfið. Raun andvirði bréfana í SPRON voru einungis u.þ.b. tæpir 20 miljarðar. Það var auk þess líka eitt síðasta embættisverk fyrrverandi ríkissaksóknara að loka öllum rannsóknum á þessu máli áður en hann sagði óvænt og skyndilega upp störfum nýverið ! Er þett allt misminni og miskilningur af minni hálfu, eða ætti þetta fyrirtæki í það mesta að sjá um þrif og snúninga innan veggja einhvers betrunarhúss, í stað þess að starfa fyrir Samfylkinguna við að reyna að blekkja þjóðina til að samþykkja Icesave og glata þar með allri von um að geta staðið sjálfstæð utan Evrópubandalagsins,
56% segja ætla að styðja lögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við vitum betur og kjósum að sjálfsögðu nei þannig vinnum við gegn flokksræðinu og elítunni!
Sigurður Haraldsson, 26.3.2011 kl. 06:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.