Ójafn leikur

Hvar er friðargæslulið Sameinuðu Þjóðanna? Jú það er rétt, Ísraelsmenn vilja ekki nein afskipti þeirra af ójöfnum átökum brynvarina herfylkja þeirra við óvopnaða unglinga.
Það væri fróðlegt að vita hvort Rauði Krossinn hafi greiðan aðgang að dyflissunum sem palestínumönnunum er varpað í?
Að lokum til upplýsingar fyrir blaðamann / þýðanda Mbl, þá eru þessir 500 landnemar ekki saklausir borgarar Ísraels, heldur ólöglegur átroðningur á land palestínumanna, allavega ef mark er tekið á hátt í annað hundruð ályktunum S.Þ. hvað þessi mál snertir.

mbl.is Barist um grjótið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þú fengið grjót á þig?

Grjót er stórhættulegt vopn,grjót geta drepið og sært manneskju.Þú getur fengið upplýsingar á netinu hve margir ísraelskir borgarar hafa særst og drepist af völdum grjótkasts frá palestínumönnum.

Ási (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband