6.6.2010 | 20:22
Glæpsamlegt aðgerðarleysi
Auðvitað hafna Ísraelsmenn því að alþjóðleg rannsóknarnefnd rannsaki árásina á skipin með hjálpargögnin til Gaza. Þeir samþykkja heldur ekki að friðargæslulið Sameinuðu Þjóðanna skipti sér af kúgun þeirra á Palestínumönnum og það hefur ekki einusinni komið til álykta að nefna möguleikann á því að einhverjir ábyrgir skoði öryggisfangelsi þeirra, sem eru yfirfull af málsvaralausum vesælingum. Síðan er það nú eitthvað bogið við það, að þessa nefnd hjá SÞ sem fylgist með útbreiðslu kjarnorkuvopna, skuli ekki hafa farið fram á að kíkja á vopnabúrið hjá gyðingunum, því jafnvel ég veit að þeir lúra á nokkrum slíkum. Að lokum vil ég benda liðleskjunum sem fara með utanríkismál Íslands á að það er glæpur að standa aðgerðarlaus hjá þegar afbrot er framið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.