Tvær uppástungur um réttlæti

Í kjölfar þessa hruns, þar sem svo margir voru óréttlæti beittir, meðan
aðrir nutu réttra sambanda og klíku, þá vil ég koma með tvær einfaldar
uppástungur um réttlæti eða jöfnuð:
1) Hinum almenna borgara, sem sjái sér hag í að stofna eignarhaldsfélag um
skuldir sínar, verði gefin kostur á að gera það, líkt og innanbúðar fólk í
bönkunum og veltengdir stjórnmálamenn gerðu rétt fyrir "hrunið". Þessi
gjörningur kostar víst um 80.000 krónur, en þá halda menn kennitölum sínum
auk skuldlausra eigna hreinum og flekklausum, en láta skuldug
eignarhaldsfélöginn gossa til fjandans.
2) Hinir spilltu fjárglæframenn og ekki síður meðreiðasveinar þeirra,
hvort heldur sem þeir voru eða eru stjórnmálamenn eða embættismenn sem
verða fundnir sekir um stórfeld svik eða þjófnaði, geti að hámarki setið af
sér 5 milljónir á ári. Það þýðir að sá sem er dæmdur fyrir að hafa stolið
sem svarar 50 milljónum af almannafé fær þar af leiðandi að sitja í
tugthúsi næstu 10 árin, þar sem færi gefst til að iðrast og hugleiða. Þá er
ég ekki að meina einhverja skrípa samfélags þjónustu.

Að lokum langar mig að rifja upp eitt fyrsta verk nýkjörins formanns
Sjálfstæðisflokksins, þegar uppvíst varð um fjármálagjörninga formanns
bankaráðs Landsbankanns og framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins (sem var í
raun einn og sami maðurinn) en það var að endurgreiða féð, sem jafngilti í
raun viðurkenningu á að minnsta kosti vafasömu atferli. Síðar sá Bjarni nú
eitthvað að sér og veitti sér þau vildarkjör að múturnar skyldu
endurgreiðast vaxtalaust á sjö árum. Hvernig ætli það gangi að greiða þær
samviskuskuldir?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband