Hræsni gagnvart Forseta Íslands

Undanfarna daga hefur Forseti Íslands setið undir árásum ýmissa andstæðinga sinna, fyrir það eitt að rækja skyldur sínar sem sú "kransaköku fígúra" sem felst í að gegna þessu embætti sem Íslendingar völdum að hafa fyrir þjóðarleiðtoga, líkt og allflestar þjóðir velja sér að eiga, hvort sem leiðtoginn kallast konungur, drottning eða forseti. Þessar hjáróma raddir sem þögðu þunnu hljóði í aðdraganda hrunsins og tengdust því jafnvel í sumum tilfellum beint eða óbeint koma nú og finna að því að ÓRG svari málefnalega fyrir sig og bendi t.a.m.réttilega á uppspuna og rangfærslur í þeim hluta skýrslunar sem kennir sig við siðfræði og er áberandi blettur á hinni annars ágætu skýrslu rannsóknar nefndarinnar. Það fannst engum þjóðernissinnuðum Íslending rangt að forsetinn og hans glæsilega frú töluðu máli íslenskra fyrirtækja út um víða veröld og þótt hann líkt og við öll höfum verið blekkt á hinn svívirðilegasta máta af fégráðugum banka og kaupsýslumönnum með hjálp mútuþægra stjórnmálamanna, þá stendur það alveg ljóst að forsetahjónin á Bessastöðum hafa unnið margfalt fyrir launum sínum, sem t.d. ferðaþjónustan nýtur nú góðs af. Það sama verður ekki sagt um þessa átta eða níu verkefnalausu, sendiráðslausu sendiherra sem mæla gólfin niðri á Rauðarársstíg, t.a.m. fyrir atbeina f.v. utanríkisráðherra hrunstjórnarinnar, sem að auki kom með ólíkindum vel undan rifjum fyrrnefndar "siðanefndar" 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ólafur Grímsson hefur aldrei verið kjörin af þjóðinni.  Þökk sé kjánalegum lögum um kjör forseta.

Hrólfur Þ Hraundal, 17.4.2010 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband